Rannsóknarmaður - Svefnrannsóknarstofa
Auglýst er eftir öflugum einstaklingi til að sinna spennandi starfi á sviði svefnrannsókna á sameinaðri göngudeild svefntengdra sjúkdóma í Fossvogi. Deildin sinnir rannsóknum, greiningu og meðferð svefntengdra sjúkdóma. Stuðningur við sjúklinga er hvoru tveggja á Landspítala sem og á landsbyggðinni. Starfið er undir leiðsögn sérhæfðs starfsfólks og sérfræðilækna samkvæmt því sem best gerist og í samræmi við alþjóðlega staðla. Mikilvægi svefns á heilsu er mikið rannsakað og áhrifin víðtæk og mikilvægt að umsækjandi hafi áhuga á heilsu og vellíðan meðborgaranna. Námstækifæri eru til staðar tengt svefni og boðið verður upp á stuðning til að ná fullgildu svefntækninámi, Registered Polysomnographic Technologist (RPSGT).
Á deildinni starfar öflugur og þverfaglegur hópur fagfólks og lagt er upp úr teymisvinnu sérfræðilækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, heilbrigðisverkfræðinga o.fl.. Ráðið er í starfið frá 1. janúar 2025. Unnið er í dagvinnu með möguleika á stökum vöktum utan dagvinnutíma skv. nánari útfærslu. Markmið Landspítala er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.