
Rafvirkjar/Tæknimenn óskast til starfa
Fagtækni hf leitar eftir rafvirkjum/tæknimönnum til starfa við fjölbreytt störf rafiðna í mannvirkjagerð og þjónustu við fyrirtæki og stofnanir. Mjög góð verkefnastaða og mikil vinna framundan.
Fagtækni hf er framsækið fyrirtæki sem sinnir þjónustu við fyrirtæki og stofnanir á breiðu sviði rafkerfa. Einnig sækir Fagtækni hf mikið á útboðsmarkað
samhliða sterkum aðalverktökum sem ávallt hefur verið gott samstarf við.
Starfsemi Fagtækni hf spannar allt frá flóknum tölvu, smápsennu og stýrikerfum yfir í lausnir fyrir stóriðju og skiparafkerfi svo störfin eru fjölbreytt.
Fagtækni hf leitast ávallt við að vera í fremstu röð þegar kemur að tækninýjungum sem koma starfsmönnum jafnt sem viðskiptavinum til góða. Hjá Fagtækni starfar frábær hópur fólks á mjög breiðu aldurssviði með sérþekkingu á öllu er viðkemur rafkerfum.











