Alor ehf.
Alor ehf.
Alor ehf.

Rafvirki með nýsköpunarhugarfar óskast!

Vegna aukinna umsvifa óskar Alor ehf. eftir að ráða verkefnastjóra sólarorkulausna og rafhlöðuorkugeymslna (BESS) í fullt starf.

Við leitum eftir rafvirkja með góða reynslu sem hugsar í lausnum, er opinn fyrir að afla sér þekkingar erlendis frá og vill taka þátt í að ryðja brautir og efla dreifða rafmagnsframleiðslu hér á landi. Um er að ræða afar fjölbreytt og líflegt starf þar sem fáir dagar eru eins. Leitað er eftir rafvirkja sem vill taka þátt í þróunarverkefnum og er hrifinn af fjölbreyttum áskorunum auk þess að vilja sameinast teymi fólks sem brennur fyrir orkuskiptum og innleiðingu orkulausna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkstjórn stærri sólarorkuuppsetninga og BESS lausna.
  • Uppsetningar og eftirlit sólarorkubúnaðar og BESS lausna.
  • Raflagnahönnun og kerfismyndir.
  • Samskipti við birgja. 
  • Samskipti og tilkynningar til hagaðila. 
  • Ráðgjöf og sérsniðin sala á sólarorkubúnaði og BESS lausnum.
  • Þátttaka í þróun, smíði og innleiðingu sveigjanlegra BESS lausna byggðra á rafhlöðukerfum, bæði nýjum og endurnýttum, í samstarfi við birgja og tæknilaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistarapróf í rafvirkjun.
  • Lausnamiðuð hugsun og eiginleikar til að bregðast við fjölbreyttum áskorunum.
  • Sjálfstæð vinnubrögð.
  • Lipurð í samskiptum.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Reynsla af sölumennsku kostur.
  • Ökuskírteini.
  • Hreint sakavottorð.
Auglýsing birt18. janúar 2026
Umsóknarfrestur1. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Bæjarlind 2, 201 Kópavogur
Grandagarður 16, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar