
Alor ehf.
Alor starfar á sviði orkutengdrar nýsköpunar með sérstaka áherslu á innleiðingu stærri sólarorkukerfa á Íslandi til þess að efla dreifða orkuframleiðslu auk þess að gera bændum, fyrirtækjum og opinberum aðilum kleift að verða virkir notendur sem framleiða sólarorku til eigin notkunar og selja umframorku inn á netið. Jafnframt vinnur félagið að verkefni þar sem sveigjanlegar BESS lausnir eru þróaðar, m.a. með því að gefa notuðum rafbílarafhlöðum framhaldslíf.

Rafvirki með nýsköpunarhugarfar óskast!
Vegna aukinna umsvifa óskar Alor ehf. eftir að ráða verkefnastjóra sólarorkulausna og rafhlöðuorkugeymslna (BESS) í fullt starf.
Við leitum eftir rafvirkja með góða reynslu sem hugsar í lausnum, er opinn fyrir að afla sér þekkingar erlendis frá og vill taka þátt í að ryðja brautir og efla dreifða rafmagnsframleiðslu hér á landi. Um er að ræða afar fjölbreytt og líflegt starf þar sem fáir dagar eru eins. Leitað er eftir rafvirkja sem vill taka þátt í þróunarverkefnum og er hrifinn af fjölbreyttum áskorunum auk þess að vilja sameinast teymi fólks sem brennur fyrir orkuskiptum og innleiðingu orkulausna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Verkstjórn stærri sólarorkuuppsetninga og BESS lausna.
- Uppsetningar og eftirlit sólarorkubúnaðar og BESS lausna.
- Raflagnahönnun og kerfismyndir.
- Samskipti við birgja.
- Samskipti og tilkynningar til hagaðila.
- Ráðgjöf og sérsniðin sala á sólarorkubúnaði og BESS lausnum.
- Þátttaka í þróun, smíði og innleiðingu sveigjanlegra BESS lausna byggðra á rafhlöðukerfum, bæði nýjum og endurnýttum, í samstarfi við birgja og tæknilaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistarapróf í rafvirkjun.
- Lausnamiðuð hugsun og eiginleikar til að bregðast við fjölbreyttum áskorunum.
- Sjálfstæð vinnubrögð.
- Lipurð í samskiptum.
- Góð tölvukunnátta.
- Reynsla af sölumennsku kostur.
- Ökuskírteini.
- Hreint sakavottorð.
Auglýsing birt18. janúar 2026
Umsóknarfrestur1. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Bæjarlind 2, 201 Kópavogur
Grandagarður 16, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Rafvirki
Eykt ehf

Orkubú Vestfjarða - Ísafjörður - Rafvirki
Orkubú Vestfjarða ohf

Orkubú Vestfjarða - Patreksfjörður - Rafvirki
Orkubú Vestfjarða ohf

Rafvirki í tengivirkjateymi
Landsnet hf.

Rafvirki
Raflagnameistarinn ehf.

Rafvirki óskast
Lausnaverk ehf

Rafvirki
RÚV

Rafvirkjar óskast
AFL raflagnir ehf.

Rafvirki
Blikkás ehf

Tæknifólk-aðgangsstýringar
Securitas

Rafvirki, Rafmagnstæknifræðingur!
Þelamörk

Ljósleiðaratæknimaður - Norðurland
Netkerfi og tölvur ehf.