Hitatækni ehf
Árið 2021 voru fyrirtækin Varmi, Rafloft, Proventa og Hitatækni sem öll hafa áratugareynslu í öllu sem viðkemur hita- og loftræsikerfum sameinuð undir nafni Hitatækni.
Hitatækni selur hágæða búnað fyrir hita og loftræsikerfi ásamt því að taka að sér allt er lýtur að stjórnun slíkra kerfa. Allt frá þjónustu, stýringu og raftengingum á blásurum upp í forritun og tengingu á hússtjórnarkerfum.
Rafvirki
Við leitum eftir kraftmiklum og fjölhæfum Rafvirkjum til að slást í hóp sérhæfðra einstaklinga sem sinna fjölbreyttum verkefnum.
Verkefnin eru meðal annars: rafvirkjun, verkstjórn á minni og stærri verkum, bilanagreining, þjónusta, lagfæringar á hita og loftræstikerfum ásamt uppsetningum á iðntölvum og stjórntækjum.
Um er að ræða fullt starf á skemmtilegum vinnustað, innan um frábært fólk með mikla reynslu í faginu og í góðu vinnuumhverfi með virkt starfsmannafélag.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Guðmundsson í síma 588-6070 eða thorir@hitataekni.is. Trúnaði heitið.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Rafvirkjun
- Bilanagreining
- Tengingar á nýjum kerfum
- Tengingar á stjórn og iðntölvum
- Verkstýring á minni og stærri verkum
- Þjónusta
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf í rafvirkjun eða mikil reynsla af rafvirkjastörfum
- Rík þjónustulund og góð samskiptahæfni
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Fagmennska og heiðarleiki
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Stundvísi
- Bílpróf
- Hreint sakavottorð
Auglýsing birt24. september 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaMjög góð
ÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiLíkamlegt hreystiMannleg samskiptiÖkuréttindiRafvirkjunSjálfstæð vinnubrögðStundvísi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Iðnverkamaður óskast
Ísfix ehf
Bifvélavirki hjá Max1/Vélalandi - Hafnarfirði
MAX1 | VÉLALAND
Bifvélavirki - Mechanic
BM Vallá
Rafvirkjar
VHE
Rafvirki
Raf-x
Viltu vakta auðlindina við Mývatn?
Landsvirkjun
Starfsmenn í þjónustudeild
Blikksmiðurinn hf
Tæknimaður
Suðurverk
Rafvirkjar óskast
AFL raflagnir ehf.
Vélstjóri - Vélfræðingur
RAWNQ AL SALAM INTERNATIONAL LLC
Lærður Rafvirki ( Sveinsbréf skilyrði )
Rafmagns og byggingamiðstöðin ehf
Eftirlit brunakerfa
Securitas