Sölumaður í verslun

Rafkaup Ármúli 24, 108 Reykjavík


Rafkaup óskar að ráða sölumann í verslun sína í Ármúla 24 

Í starfinu felast öll almenn verslunarstörf, s.s. sölumennska, vöruframsetning og uppsetning, innkaup, áfylling og fleira. Vinnutími er virka daga frá kl. 09 - 18 og einn til tveir laugadagar í mánuði frá kl. 11 - 16.  Um fullt starf er að ræða. 

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af verslunarstörfum
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð þjónustulund
  • Stundvísi
  • Gott skipulag
  • Góð íslenska skilyrði
  • Kurteisi
  • Snyrtimennska

Einugis reyklausir einstaklingar eldri en 25 ára koma til greina og þarf viðkomandi að hafa hreint sakarvottorð.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um framtíðarstarf er að ræða.

Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda til atvinna@rafkaup.is fyrir 15. ágúst 2019.

Rafkaup er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á lömpum, lampabúnaði og ljósaperum. Markmið félagsins er að vera ávallt í fremstu línu varðandi þjónustu til viðskiptavina sinna, og markaðssetningu á þeirri vöru sem fyrirtækið selur.

Rafkaup rekur í dag verslun í Ármúla 24 og Síðumúla 34 ásamt sölu til stofnana og fyrirtækja

Umsóknarfrestur:

15.08.2019

Auglýsing stofnuð:

07.08.2019

Staðsetning:

Ármúli 24, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi