Sölumaður Fagverslun

Rafkaup Ármúli 24, 108 Reykjavík


Rafkaup óskar að ráða sölumann í Fagverslun 

Við leitum af jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi til að bætast í hóp öflugra starfsmanna í heildsölu fyritækisins. Lögð er áhersla á jákvætt hugafar og metnað fyrir því að veita framúrskarandi þjónustu.Starfið felst aðallega í þjónustu og sölu til Rafvirkja, Rafverktaka, Byggingaraðila og Hönnuða.

Hæfniskröfur:

  • Iðn eða Tæknimenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking á rafmagnsvörum og lýsingabúnaði
  • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi
  • Gott skipulag
  • Gott vald á Íslensku og Ensku
  • Kurteisi
  • Snyrtimennska

Einugis reyklausir einstaklingar eldri en 25 ára koma til greina og þarf viðkomandi að hafa hreint sakarvottorð.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um framtíðarstarf er að ræða.

Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda til atvinna@rafkaup.is fyrir 29. júlí 2019.

Rafkaup er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á lömpum, lampabúnaði og rafmagnsvörum. Markmið félagsins er að vera ávallt í fremstu röð varðandi þjónustu til viðskiptavina sinna, og markaðssetningu á þeirri vöru sem fyrirtækið selur.


Umsóknarfrestur:

29.06.2019

Auglýsing stofnuð:

20.06.2019

Staðsetning:

Ármúli 24, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi