Vodafone
Vodafone
Vodafone er hluti af Sýn sem er leiðandi fyrirtæki á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar á Íslandi. Undir Sýn heyra vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Vísir, Bylgjan, FM957, X-977, Stöð 2 Sport og dótturfélagið Endor. Hjá okkur starfar samheldinn hópur fólks sem leitast stöðugt við að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu. Hjá Sýn leggjum við áherslu á að starfsfólk upplifi vellíðan í vinnu. Það gerum við með því að búa starfsfólki framúrskarandi vinnuaðstöðu, huga að líkamlegri og andlegri heilsu þess og gefa því möguleika á sveigjanleika í vinnu. Við viljum að fólki líði vel í vinnunni, upplifi sig sem hluta af sterkri liðsheild, fái útrás fyrir sköpunarþörf sína og tækifæri til að takast á við verkefni þar sem styrkleikar þeirra fá helst notið sín. Sýn vill þannig stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og góðu sjálfstrausti starfsfólks og að starfsfólk sýni frumkvæði í starfi. Við trúum því að fyrirtækinu gangi best þegar starfsfólkið er upp á sitt BESTA.
Vodafone

Rafeindavirki

Ert þú rafeindavirki sem elskar ferðalög, útivist og ert laus við lofthræðslu? Þá gætum við verið með spennandi starf fyrir þig! Radíókerfi Vodafone óska eftir að ráða rafeindavirkja til að vinna við útvarps, sjónvarps, farnets- og örbylgjubúnað Vodafone vítt og breitt um landið, oft í töluverðri hæð. Vodafone á og rekur eitt stærsta fjarskiptakerfi landsins og hjá okkur starfa margir helstu sérfræðingar landsins á sviði fjarskipta. Viðkomandi mun verða hluti af öflugu teymi og sinna mikilvægum verkefnum við rekstur fjarskiptakerfisins.

Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun á sviði rafeindavirkjunar, rafvirkjunar eða önnur sambærileg menntun
Vilji og geta til að vinna í hæð
Góðir samskiptahæfileikar og geta til að vinna vel í hóp
Jákvæðni og drifkraftur
Auglýsing stofnuð15. september 2022
Umsóknarfrestur25. september 2022
Starfstegund
Staðsetning
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.