Mennta- og barnamálaráðuneyti
Mennta- og barnamálaráðuneyti
Mennta- og barnamálaráðuneyti

Ráðsmenn umdæmisráða barnaverndar

Mennta- og barnamálaráðuneytið leitar að félagsráðgjöfum, lögfræðingum og sálfræðingum með reynslu í barnavernd sem hafa áhuga á að vera á lista ráðuneytisins yfir einstaklinga sem eru hæfir til að taka sæti í umdæmisráðum barnaverndar.

Þann 1. janúar 2023 taka umdæmisráð barnaverndar til starfa. Ráðin eru sjálfstæðar stjórnsýslunefndir sem eru skipaðar þremur ráðsmönnum til fimm ára í senn, lögfræðingi, sem er formaður ráðsins, félagsráðgjafa og sálfræðingi og þremur varamönnum sem eru skipaðir með sama hætti. Verkefni umdæmisráða barnaverndar er að úrskurða í málum samkvæmt 13. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

Sveitarfélög bera ábyrgð á umdæmisráðum barnaverndar og skipa ráðsmenn í ráðin. Til að styðja við sveitarfélögin hefur mennta- og barnamálaráðuneytið ákveðið að nýta heimild í 5. mgr. 14. gr. barnaverndarlaga til að útbúa lista yfir einstaklinga sem uppfylla almenn hæfisskilyrði til að taka sæti í umdæmisráðum barnaverndar.

Ráðuneytið auglýsir því eftir umsóknum frá einstaklingum sem uppfylla öll eftirtalin skilyrði:

  • Íslenskt starfsleyfi í félagsráðgjöf, íslenskt starfsleyfi í sálfræði eða fullnaðarpróf í lögfræði (cand.jur./meistarapróf).
  • Þriggja ára starfsreynsla í barnavernd.
  • Þekking, færni og svigrúm frá öðrum störfum til að geta sinnt starfi ráðsmanns eða varamanns.

Umsókn skal í það minnsta fylgja staðfesting á menntun/starfsleyfi, starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er nánari grein fyrir því hvernig umsækjandi uppfyllir framangreind skilyrði. Sakarvottorð skal fylgja umsókn.

Vakin er athygli á því að listi mennta- og barnamálaráðuneytis yfir einstaklinga sem uppfylla almenn hæfisskilyrði felur eingöngu í sér mat ráðuneytisins á því að einstaklingur sé hæfur til að taka sæti í umdæmisráði barnaverndar en ekki fyrirheit um að hann verði valinn í ráð.

Ráðuneytið hvetur fólk óháð kyni til að sækja um.

Umsóknir skulu berast í síðasta lagi 15. júlí 2022.

Nánari upplýsingar veita:
Anna Tryggvadóttir – [email protected]
Áslaug Magnúsdóttir – [email protected]

Menntunar- og hæfniskröfur
Íslenskt starfsleyfi í félagsráðgjöf, íslenskt starfsleyfi í sálfræði eða fullnaðarpróf í lögfræði (cand.jur./meistarapróf).
Þriggja ára starfsreynsla í barnavernd.
Þekking, færni og svigrúm frá öðrum störfum til að geta sinnt starfi ráðsmanns eða varamanns.
Auglýsing birt20. júní 2022
Umsóknarfrestur15. júlí 2022
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar