Intellecta
Intellecta
Intellecta

Ráðningarfulltrúi

Við hjá Intellecta óskum eftir að bæta jákvæðum, þjónustulunduðum og umfram allt skemmtilegum liðsfélaga í ráðningarteymið okkar. Við höfum metnað fyrir því að veita okkar viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og spilar þessi einstaklingur þar lykilhlutverk. Um er að ræða tímabundið starf í eitt ár með möguleika á áframhaldi.

Helstu verkefni:

  • Yfirferð og úrvinnsla umsókna
  • Umsagnaöflun
  • Samskipti við umsækjendur
  • Bókun og undirbúningur viðtala
  • Fyrirlögn prófa og verkefna
  • Auglýsingagerð og umsjón með samfélagsmiðlum
  • Þátttaka í leitarverkefnum

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Þjónustulund og frumkvæði
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Mjög góð tölvufærni
  • Afburða færni í íslensku og ensku og hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti

Um Intellecta:
Intellecta var stofnað árið 2000 og starfar á þremur sviðum: ráðgjöf, ráðningum og rannsóknum. Fyrirtækið hefur frá þeim tíma unnið með stjórnum og æðstu stjórnendum við að bæta rekstur og auka verðmæti fyrirtækja og stofnana. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini til að móta hugmyndir sem skipta máli og þróa og innleiða lausnir sem skila árangri. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á www.intellecta.is

Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.

Auglýsing stofnuð7. nóvember 2023
Umsóknarfrestur27. nóvember 2023
Starfstegund
Staðsetning
Síðumúli 5, 108 Reykjavík
Starfsgreinar
Starfsmerkingar