Ás styrktarfélag
Ás styrktarfélag
Ás styrktarfélag er sjálfseignarstofnun með þjónustu við fatlað fólk og hefur í gegnum árin komið á fót umfangsmiklum rekstri. Þá hefur félagið notið velvilja og hafa einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki átt drjúgan þátt í að styðja félagið til vaxtar. Í dag veitir Ás styrktarfélag hátt á fjórða hundrað manns þjónustu í formi búsetu, dagþjónustu og vinnu. Starfsmenn félagsins eru rúmlega 430 í tæplega 195 stöðugildum.
Ás styrktarfélag

Ráðgjafi við búsetuþjónustu

Ás styrktarfélag óskar eftir metnaðarfullum og áhugasömum ráðgjafa.

Starfið felur fyrst og fremst í sér ráðgjöf og stuðning við heimili fatlaðs fólks.

Starfshlutfall er 100% og vinnutími frá kl 08.00-16.00 virka daga.

Helstu verkefni og ábyrgð
Er íbúum á heimilum félagsins, aðstandendum, forstöðumönnum og starfsfólki til faglegrar ráðgjafar og stuðnings um hvað eina sem snýr að daglegu lífi innan heimilis og utan
Hefur heildarsýn yfir umfang þjónustu og þjónustuþyngdar í búsetu
Umsjón með upplýsingum, gögnum, samningum og verkferlum í búsetu
Hefur yfirsýn yfir húsaleigusamninga og annast gerð þeirra
Tengiliður við þjónustumiðstöðvar og félagsþjónustu sveitarfélaga vegna málefna íbúa
Tekur þátt í vinnu við verkferla, innra eftirlit, gæðamat og úttektir sem skjalfesta eiga að kröfulýsingar og gæðamarkmið félagsins á hverjum tíma séu uppfyllt
Tekur þátt í að útbúa og veita fræðslu innan Áss styrktarfélags bæði til starfsmanna og þjónustunotenda
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Þekking og reynsla á sviði þjónustu við fatlað fólk og sjálfstæð vinnubrögð
Mjög góð samskiptafærni í töluðu og rituðu máli
Tölvufærni í word, exel og power point ásamt góðrar íslensku- og enskukunnáttu
Brennandi áhugi starfi á heimilum fatlaðs fólks
Að minnsta kosti 5-7 ára starfsreynsla sem nýtist í starfi
Geta unnið undir álagi og eiga auðvelt með að tileinka sér nýjungar
Auglýsing stofnuð10. júní 2022
Umsóknarfrestur24. júní 2022
Starfstegund
Staðsetning
Ögurhvarf 6, 203 Kópavogur
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.