

Ráðgjafi | Uppbygging vörumerkja og skapandi markaðsstarf.
Við viljum bæta í hópinn einstaklingi með mikla þekkingu á uppbyggingu vörumerkja og stefnumiðuðu og skapandi markaðsstarfi. Viðkomandi þarf að skilja vel íslenskt markaðsumhverfi, hafa sögu af árangri í markaðs-starfi og skilja mikilvægi góðrar greiningarvinnu.
Hjá Aton.JL starfa um 40 sérfræðingar sem sérhæfa sig í ráðgjöf um samskipti, stefnumótun, hönnun og markaðsmál. Fjölbreyttur bakgrunnur og þekking á atvinnulífi, stjórnsýslu, miðlun og markaðsmálum gerir okkur kleift að nálgast og skipuleggja árangursrík samskipti sem byggja á heilindum og gagnsæi. Með greiningum, strategískri nálgun og skapandi hugsun náum við að hreyfa við fólki, gera flókna hluti einfalda og skapa gefandi samtöl um hluti sem skipta máli - bæði við viðskiptavini okkar sem og í samfélaginu.
Eiginleikar:
• Stefnumiðuð nálgun á verkefni
• Góð þekking og reynsla af uppbyggingu markaðsherferða í nútíma miðlalandslagi
• Reynsla og þekking af uppbyggingu vörumerkja
• Reynsla af notkun og uppbyggingu markaðsrannsókna og túlkun gagna
• Góðir samskiptahæfileikar og geta til að vinna í þverfaglegum teymum
• Menntun sem nýtist í starfi
• Hæfni til að vinna og skila góðu verki undir álagi
Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember. Sótt er um starfið hér á alfred.is og hvetjum við öll kyn til að sækja um.
Frekari upplýsingar veitir Sif Jóhannsdóttir, rekstrarstjóri, sif@atonjl.is.