Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með tæplega 38 þúsund íbúa. Nafn bæjarins er dregið af jörðinni Kópavogi sem ríkissjóður átti í byrjun síðustu aldar og leigði út ásamt annarri jörð Digranesi í nágrenni hennar. Kópavogshreppur var stofnaður í byrjun árs 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900. Hreppurinn óx hratt og voru íbúar orðnir 3.783 þegar Kópavogur hlaut kaupstaðarréttindi 11. maí árið 1955. Í Kópavogi er mikil og fjölbreytt atvinnustarfsemi. Mest er um iðnað, þjónustu og verslun af ýmsu tagi og má geta þess að Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð landsins. Í bænum eru fjölbreytt tækifæri til útivistar og aðstaða til íþróttaiðkunar er með því besta sem þekkist. Þá eru Kópavogsbúar afar stoltir af menningarstofnunum sínum á Borgarholtinu, svo sem Salnum, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Tónlistarsafni Íslands og Molanum, ungmennahúsi Kópavogs.
Kópavogsbær

Ráðgjafi tengiliða leikskóla menntasviðs

Menntasviði Kópavogsbæjar auglýsir starf ráðgjafa tengiliða í leikskólum bæjarins. Um er að ræða tímabundið starf til tveggja ára.

Í Kópavogi eru 21 leikskóli með u.þ.b. 2100 börn og um 700 starfsmenn í um 550 stöðugildum.

Kópavogsbær er barnvænt og heilsueflandi sveitarfélag þar sem leikskólarnir vinna að innleiðingu Barnasáttmálans í öllu sínu starfi. Starf leikskóla Kópavogs einkennist af faglegum metnaði þar sem lögð er áhersla á skapandi og ánægjulegt starfsumhverfi barna og starfsmanna.

Mikilvægt er að ráðgjafi tengiliða leikskóla sé jákvæður og uppbyggjandi í samskiptum, hafi ríkan vilja til að ná árangri og brennandi áhuga á þróun samþættrar þjónustu í þágu farsældar barna. Ráðgjafi tengiliða annast faglega ráðgjöf til tengiliða í leikskólum. Hann aðstoðar þá við að mæta þörfum barna og fjölskyldna og samþætta þjónustu innan og utan leikskólans með árangursríkum hætti.

Helstu verkefni og ábyrgð
Veitir ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barna á 1., 2. og 3. stigi þjónustu til tengiliða leikskóla og eftir atvikum til foreldra, forráðamanna, annarra aðila og stofnana í sveitarfélaginu.
Aðstoðar tengiliði við að finna leiðir til að mæta þörfum barna og fjölskyldna og samþætta þjónustu innan og utan leikskólans með árangursríkum hætti.
Miðlar til starfsmanna leikskóla nýjungum varðandi samþætta þjónustu og skipuleggur fræðslu.
Styður tengiliði leikskóla í hlutverki sínu og tekur þátt í innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna hjá Kópavogsbæ.
Stuðlar að og styður samstarf í einstökum málum og samstarfsverkefnum á milli deilda og sviða með það að markmiði að tryggja samþættingu þjónustu og snemmtækan stuðning.
Skipuleggur ásamt sérkennslustjóra og hefur umsjón með fundum með starfsmönnum leikskóla.
Safnar og miðlar tölfræðilegum upplýsingum sem snúa að samþættri þjónustu.
Hefur samstarf við þá aðila er þurfa þykir varðandi innleiðingu samþættrar þjónustu í leikskólum.
Menntunar- og hæfniskröfur
Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.
Framhaldsmenntun (Diplóma að lágmarki) á sviði uppeldis- og menntunarfræða, stjórnunar eða sambærilegra greina.
Reynsla af starfi með börnum.
Góð færni í mannlegum samskiptum, skipulagsfærni og vönduð vinnubrögð.
Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi.
Færni til að tjá sig skipulega, bæði í ræðu og riti.
Auglýsing stofnuð17. mars 2023
Umsóknarfrestur3. apríl 2023
Starfstegund
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.