BHM
BHM
BHM

Ráðgjafi í þjónustuveri BHM

Við leitum að hressum og metnaðarfullum einstaklingi í samhent teymi þjónustuvers BHM! Ráðgjafi í þjónustuveri BHM veitir félagsfólki upplýsingar um ýmis mál og veitir aðstoð með umsóknir um styrki úr sjóðum bandalagsins í samvinnu við ráðgjafateymi. Ráðgjafar sjóða vinna náið með stjórnum sjóða BHM og aðstoða við undirbúning og úrvinnslu stjórnarfunda.

Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2024. Nánari upplýsingar um starfið veitir Willard Nökkvi Ingason (willard@bhm.is).

BHM eru heildarsamtök 24 aðildarfélaga. Í félögunum eru um 18 þúsund félagar með margvíslegan bakgrunn og sérfræðiþekkingu, sem starfa á öllum sviðum samfélagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjónusta við félagsfólk aðildarfélaga BHM 

  • Móttaka og meðhöndlun gagna og afgreiðsla umsókna 

  • Gagnaöflun fyrir stjórnir sjóða BHM  

  • Þátttaka í viðvarandi umbótastarfi á ferlum og rafrænum lausnum þjónustuvers 

  • Innleiðing þjónustuaukandi leiða í samvinnu við aðra ráðgjafa þjónustuvers BHM 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi 

  • Þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum  

  • Frumkvæði og skipulagshæfni 

  • Gott vald á íslensku máli í ræðu og riti 

  • Góð tölvukunnátta

Auglýsing birt13. júní 2024
Umsóknarfrestur25. júní 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 27, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar