Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Ráðgjafi í öldrunarmálum

Norðurmiðstöð auglýsir eftir ráðgjafa í öldrunarmálum

Markmið og tilgangur starfs er að veita framúrskarandi þjónustu af fagmennsku við ráðgjöf og meðferð einstaklingsmála með áherslu á þjónustu við eldra fólk, sem þarfnast stuðnings vegna fjölþætts vanda s.s. vegna fíkni- og/eða geðvanda.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Er málsstjóri og fer með ábyrgð á einstaklingsmálum fólks með fjölþættan vanda.
  • Greinir, metur og tekur ákvörðun um afgreiðslu einstaklingsmála.
  • Metur ástand og veitir ráðgjöf með það að markmiði að styðja fólk til jákvæðra breytinga.
  • Skilgreinir þörf fyrir úrræði og tekur ákvörðun eða leggur til úrræði, m.a. stuðningsúrræði.
  • Veitir ráðgjöf til einstaklinga og aðstandenda.
  • Upplýsingagjöf og leiðbeiningar um velferðarþjónustu til eldra fólks.
  • Þátttaka í teymissvinnu.
  • Þátttaka í þverfaglegu starfi með miðstöðvum og hagaðilum.
  • Veitir starfsfólki ráðgjöf, stuðning og fræðslu varðandi þjónustu við eldra fólk með fjölþættan vanda.

 

Starfið er hluti af samþættri þjónustu heimastuðnings og heimahjúkrunar og er unnið að hluta til þvert á miðstöðvar Reykjavíkurborgar.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. af sviði félags- eða heilbrigðisvísinda
  • Framhaldsmenntun æskileg
  • Þekking og reynsla af starfi með fólki með fjölþættan vanda
  • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Þekking og reynsla af ráðgjöf í velferðarþjónustu er kostur
  • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæð vinnubrögð
  • Íslenskukunnátta C1 (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
  • Ökuréttindi
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi
  • 36 stunda vinnuvika
  • Heilsustyrkur
  • Sundkort
  • Menningarkort
  • Samgöngustyrkur
Auglýsing birt4. júní 2024
Umsóknarfrestur18. júní 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Efstaleiti 1, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar