ANSA ehf.
ANSA ehf.

Ráðgjafi í ferla- og gæðamálum

ANSA ehf. leitar að reyndum aðila sem hefur brennandi áhuga á góðri stjórnun, framúrskarandi þjónustu og umbótum í rekstri. Starf ráðgjafa í ferla- og gæðamálum er laust til umsóknar. Um er að ræða hlutastarf fyrst um sinn, eða um 50% starf.

Um er að ræða lifandi og verkefnadrifið umhverfi þar sem stöðugt er verið að læra og miðla kunnáttu til viðskiptavina og samstarfsaðila.

Við leitum að aðila sem býr að reynslu af stjórnun umbótaverkefna sem ráðgjafi, sérfræðingur eða stjórnandi. Þá er æskilegt að viðkomandi hafi starfað í ferla- eða gæðamálum um nokkurt skeið og unnið verkefni því tengdu.

Helstu verkefni og ábyrgð

·       Vinna verkefni sem snúa að úttekt/úrbótum á gæðakerfum hjá viðskiptavinum

·       Ferlaskráningar og umbótaverkefni

·    Verkefnastjórnun á umbóta og umbreytingaverkefnum þar sem aðferðum úr Lean Six Sigma eða stjórnun viðskiptaferla er beitt

·       Kynningar og námskeið í ferla- og gæðamálum hjá viðskiptavinum

·       Ýmis verkefni sem upp koma

Menntunar- og hæfniskröfur

Viðskiptafræði, verkfræði eða annað sem nýtist í starfi 

Reynsla af ferla- og gæðamálum hjá fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélagi

Reynsla af stýringu umbótaverkefna

Brennandi áhugi á góðri stjórnun og stöðugum úrbótum

Vinna við vottun ISO gæðaferla kostur

Vinna við ferlahugbúnað eins og Visio og álika auk Sharepoint v. vistunnar kostur

Sjálfstæð og fagleg vinnubrögð ásamt jákvæðu viðhorfi  

Auglýsing stofnuð17. nóvember 2023
Umsóknarfrestur8. desember 2023
Starfstegund
Staðsetning
Fjarvinna, 998 Fjarvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar