
Advania
Hjá Advania á Íslandi starfa um 600 sérfræðingar við að einfalda störf viðskiptavina okkar með snjallri nýtingu á upplýsingatækni. Þó við séum sérfræðingar í tækni viljum við veita framúrskarandi þjónustu. Við hlúum að fólkinu okkar og hjálpumst að við að skapa lifandi vinnustað.
Advania á Íslandi er hluti af Advania-samstæðunni sem er meðal umsvifamestu upplýsingatæknifyrirtækja á Norðurlöndum. Samstæðan er með 25 starfsstöðvar í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Bretlandi og Íslandi. Hjá henni starfa um 3500 sérfræðingar í upplýsingatækni.

Ráðgjafi í Business Central
Starfssvið
Við ætlum að bæta við okkur metnaðarfullum og þjónustuliprum einstaklingum til að sinna sérfræðiráðgjöf til viðskiptavina ásamt því að veita þeim þjónustu fyrir Business Central. Jafnframt koma ráðgjafar að innleiðingar- og uppfærsluverkefnum.
Við bjóðum upp á vinnuaðstöðu eins og hún gerist best, áhugaverð verkefni og frábæran vinnuanda. Endilega sendu okkur umsókn ef þú telur að við eigum samleið.
Almennar hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði eða lokið námi sem viðurkenndur bókari
- Góðir skipulagseiginleikar, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvæðni, þjónustulund og mikil hæfni í mannlegum samskiptum
Þekking og reynsla
- Reynsla og góð þekking á fjárhagskerfum er kostur, þá sér í lagi ef viðkomandi hefur unnið með Business Central / Dynamics NAV
- Reynsla af sambærilegu starfi er mikill kostur
- Æskilegt er að viðkomandi hafi góða tækniþekkingu og getu til að setja sig inn í ný kerfi
- Kostur að vera með reynslu úr fjármála- eða bókhaldsvinnu (t.d. bókari, fjármálastjóri...)
Auglýsing stofnuð17. maí 2023
Umsóknarfrestur31. maí 2023
Starfstegund
Staðsetning
Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík
Hæfni
Dynamics NAVDynamics NAVMicrosoft Dynamics 365 Business Central
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Reikningagerð
Íslenska gámafélagið Reykjavík 30. júní Fullt starf

Backend Developer
Icelandair Reykjavík 11. júní Fullt starf

Sumarafleysingar í bókhaldi
Penninn Reykjavík 7. júní Sumarstarf

Fjármála- og stjórnsýslusvið - Rekstrarfulltrúi hagdeild
Reykjanesbær Reykjanesbær 13. júní Fullt starf

Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Suðurnesjabæjar
Suðurnesjabær Garður 31. maí Fullt starf

Viðurkenndur bókari / bókari með reynslu
Capacent ehf Kópavogur Hlutastarf

Fjármálastjóri
Sveitarfélagið Hornafjörður Höfn í Hornafirði 4. júní Fullt starf

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Sveitarfélagið Hornafjörður Höfn í Hornafirði 4. júní Fullt starf

Bókari/uppgjörsaðili
HSE Bókhald & Uppgjör ehf. Reykjavík 9. júní Fullt starf

Forstöðumaður þjónustusviðs
Eignaumsjón Reykjavík 12. júní Fullt starf

Hagfræðingur
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Reykjavík 9. júní Fullt starf

Sérfræðingur í tekjueftirlit
Samskip Reykjavík 6. júní Fullt starf
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.