InfoMentor Ehf.
InfoMentor Ehf.
Mentor og Karellen eru leiðandi skólakerfi í grunn- og leikskólum á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfar hópur fólks með fjölbreyttan bakgrunn. Mentor var stofnað árið 1990 sem Menn og Mýs en árið 2000 var fyrirtækinu skipt upp og nafninu breytt í Mentor. Í dag heitir bæði fyrirtækið og kerfið okkar InfoMentor sem er það vörumerki sem við notum á öllum mörkuðum. Frá upphafi hefur fyrirtækið unnið með skólum og er því með þrjátíu ára reynslu af rekstri og þróun náms- og upplýsingakerfa. Á þessum árum hefur orðið mikil þróun og kerfið er notað af skólum, sveitarfélögum og íþróttafélögum af milljónum notenda í fjórum löndum. Árið 2018 varð Karellen leikskólakerfið, sem stofnað var 1998 af Hjallastefnunni, hluti af InfoMentor en það leikskólakerfi er mest notaða leikskólakerfið á Íslandi.
InfoMentor Ehf.

Ráðgjafi hjá InfoMentor

Við leitum að drífandi einstaklingi til að sinna ráðgjöf til viðskiptavina fyrir bæði InfoMentor og Karellen kerfin. Starfið felur í sér mikil samskipti við viðskiptavini í gegnum þjónustuver og námskeiðshald. Það er kostur að þekkja annað eða bæði kerfin sem og að þekkja íslenskt skólaumhverfi.

Viðkomandi þarf að vera með góða samskiptahæfni, vera nákvæmur, skipulagður og tilbúinn að vinna í teymi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Þjónusta við viðskiptavini í gegnum símsvörun og rafræn samskipti.
Kennsla á námskeiðum og gerð leiðbeininga.
Sala og kynningar til núverandi og nýrra viðskiptavina.
Prófanir á nýjungum í kerfunum.
Önnur tilfallandi störf innan eðlilegs starfssviðs og gott tækifæri til að þróast í starfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun sem nýtist í starfi, t.d. kennslufræði, tæknimenntun eða önnur háskólamenntun.
Þekking og reynsla af InfoMentor og Karellen kerfunum er kostur.
Framúrskarandi hæfni í samskiptum og rík þjónustulund.
Góð kunnátta og góð hæfni í að tileinka sér helstu tækninýjungar og kerfi sem nýtast í starfi.
Mjög góð greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun.
Skipulagshæfileikar, nákvæmni og hæfni til að vinna í teymi.
Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í rituðu og töluðu máli.
Auglýsing stofnuð6. febrúar 2023
Umsóknarfrestur22. febrúar 2023
Starfstegund
Staðsetning
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.