Lífeyrissjóður verzlunarmanna
Lífeyrissjóður verzlunarmanna

Ráðgjafi

Lífeyrissjóður verzlunarmanna leitar að öflugum og traustum einstaklingi með jákvætt viðmót, góða samskiptahæfni og brennandi áhuga á að veita framúrskarandi þjónustu. Við bjóðum þér að ganga til liðs við samheldinn og faglegan hóp starfsmanna sem hefur það að markmiði að veita sjóðfélögum trausta og hlýja ráðgjöf á öllum stigum lífsins.

Sem ráðgjafi verður þú mikilvægur tengiliður við sjóðfélaga — bæði þá sem þegar njóta lífeyrisréttinda, lánaréttinda, iðgjaldagreiðendur og þá sem eru virkir sjóðfélagar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita faglega ráðgjöf og upplýsingar um lífeyrisréttindi, séreign, iðgjöld, innheimtu og lánamál.
  • Ráðgjöf í síma, með rafrænum hætti og í móttöku á skrifstofu.
  • Tryggja að öll samskipti séu byggð á virðingu, trausti og góðri þjónustu.
  • Styðja við innri þjónustu sjóðsins með góðum samskiptum, samvinnu og skipulagi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf, önnur menntun og/eða starfsreynsla sem nýtist í ráðgjafar- eða þjónustustarfi.
  • Reynsla af störfum á fjármálamarkaði er kostur.
  • Framúrskarandi þjónustulund og hæfni til að byggja upp jákvæð tengsl.
  • Góð samskiptahæfni, samkennd og tillitssemi í öllum aðstæðum.
  • Skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð.
  • Geta til að vinna vel í hópi og veita verkefnum góða samvinnu með lausnamiðaðri nálgun.
  • Góð tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér ný kerfi.
  • Góð íslensku kunnátta, bæði í tali og riti.
  • Góð ensku kunnátta, bæði í tali og riti
  • Önnur tungumálakunnátta er kostur.
Auglýsing birt8. desember 2025
Umsóknarfrestur17. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar