
Benchmark Genetics Iceland hf.
Benchmark Genetics starfar í 7 löndum; Vietnam, Bretlandi, Noregi, Íslandi, Bandaríkjunum, Chile og Kólumbíu.
Fyrirtækið starfar á sviði kynbóta í laxi og rækju og leggur áherslu á að bæta erfðaeiginleika, tryggja afhendingaröryggi og stuðla að sjálfbærum lausnum. Fyrirtækið býður einnig upp á arfgerðargreiningar og sérsniðna erfðagreiningaþjónustu fyrir fjölbreyttar tegundir í fiskeldi.

QHSE sérfræðingur
Benchmark Genetics Iceland leitar að QHSE sérfræðingi.
QHSE sérfræðingur ber ábyrgð á innleiðingu og viðhaldi gæða-, heilsu-, öryggis- og umhverfismála hjá fyrirtækinu, með það að markmiði að tryggja hágæða vörur og þjónustu, öryggi starfsfólks og vernd umhverfisins. Starfið krefst kerfisbundinnar nálgunar og samstarfs þvert á teymi til að ná settum QHSE markmiðum og stuðla að stöðugum umbótum í starfseminni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stýra og styðja við rekstur gæðastjórnunarkerfisins (QMS).
- Þróa, yfirfara og viðhalda/uppfæra skjöl, verklagsreglur, leiðbeiningar og vinnulýsingar og birta skjöl í QMS kerfinu.
- Veita ferlaeigendum aðstoð við uppsetningu/uppfærslu og birtingu skjala fyrir QMS kerfið.
- Þjálfa starfsmenn í notkun gæðastjórnunarkerfis fyrirtækisins, þar á meðal yfirferð skjala og eftirfylgni og greiningu frávika. Einnig veita þjálfun í öðrum þáttum QHSE og vottunarferlum.
- Skrá, fylgjast með og fylgja eftir frávikum og umbótatilkynningum í QMS kerfinu.
- Kortleggja áhættu og framkvæma áhættumat.
- Uppfæra skjöl tengd fóðurbirgjum eins og krafist er af GLOBAL G.A.P. og að lokum öðrum stöðlum.
- Skipuleggja og framkvæma æfingar í neyðarviðbúnaði.
- Taka þátt í innri og ytri úttektum.
- Leggja sitt af mörkum til ESG verkefna Benchmark Genetics.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun (BSc eða hærra) á sviði lífvísinda, helst á viðeigandi sviði eins og fiskeldi, fiskheilsu, HSE (heilsa, öryggi og umhverfi), áhættustjórnun eða sjálfbærni.
- Reynsla af vinnu með gæðastaðla og staðla eins og ISO (9001, 14001), GLOBAL G.A.P. eða RSPCA Assured er æskileg.
- Æskilegt er að hafa reynslu af gerð, yfirferð og birtingu gæðaskjala.
- Sterk hæfni til að tileinka sér nýja hluti, vinna skipulega og halda einbeitingu að smáatriðum.
- Framúrskarandi færni í íslensku og ensku, bæði í töluðu og rituðu máli.
- Góð tölvukunnátta; reynsla af Microsoft Teams, Excel, PowerPoint og Power BI er kostur.
- Gild ökuréttindi.
Fríðindi í starfi
- Hvetjandi starfsþróunarstefna
- Afmælisfrí á launum
- Niðurgreiddur matur
- Samgöngusamningur
- Heilsustyrkur
Auglýsing birt25. nóvember 2025
Umsóknarfrestur10. desember 2025
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Bæjarhraun 14, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniMannleg samskiptiSamviskusemiSveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)

