Benchmark Genetics Iceland hf.
Benchmark Genetics Iceland hf.
Benchmark Genetics Iceland hf.

QHSE sérfræðingur

Benchmark Genetics Iceland leitar að QHSE sérfræðingi.

QHSE sérfræðingur ber ábyrgð á innleiðingu og viðhaldi gæða-, heilsu-, öryggis- og umhverfismála hjá fyrirtækinu, með það að markmiði að tryggja hágæða vörur og þjónustu, öryggi starfsfólks og vernd umhverfisins. Starfið krefst kerfisbundinnar nálgunar og samstarfs þvert á teymi til að ná settum QHSE markmiðum og stuðla að stöðugum umbótum í starfseminni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stýra og styðja við rekstur gæða­stjórn­unarkerfisins (QMS).
  • Þróa, yfirfara og viðhalda/uppfæra skjöl, verklagsreglur, leiðbeiningar og vinnulýsingar og birta skjöl í QMS kerfinu.
  • Veita ferlaeigendum aðstoð við uppsetningu/uppfærslu og birtingu skjala fyrir QMS kerfið.
  • Þjálfa starfsmenn í notkun gæða­stjórn­unarkerfis fyrirtækisins, þar á meðal yfirferð skjala og eftirfylgni og greiningu frávika. Einnig veita þjálfun í öðrum þáttum QHSE og vottunarferlum.
  • Skrá, fylgjast með og fylgja eftir frávikum og umbótatilkynningum í QMS kerfinu.
  • Kortleggja áhættu og framkvæma áhættumat.
  • Uppfæra skjöl tengd fóðurbirgjum eins og krafist er af GLOBAL G.A.P. og að lokum öðrum stöðlum.
  • Skipuleggja og framkvæma æfingar í neyðarviðbúnaði.
  • Taka þátt í innri og ytri úttektum.
  • Leggja sitt af mörkum til ESG verkefna Benchmark Genetics.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun (BSc eða hærra) á sviði lífvísinda, helst á viðeigandi sviði eins og fiskeldi, fiskheilsu, HSE (heilsa, öryggi og umhverfi), áhættustjórnun eða sjálfbærni.
  • Reynsla af vinnu með gæðastaðla og staðla eins og ISO (9001, 14001), GLOBAL G.A.P. eða RSPCA Assured er æskileg.
  • Æskilegt er að hafa reynslu af gerð, yfirferð og birtingu gæða­skjala.
  • Sterk hæfni til að tileinka sér nýja hluti, vinna skipulega og halda einbeitingu að smáatriðum.
  • Framúrskarandi færni í íslensku og ensku, bæði í töluðu og rituðu máli.
  • Góð tölvukunnátta; reynsla af Microsoft Teams, Excel, PowerPoint og Power BI er kostur.
  • Gild ökuréttindi.
Fríðindi í starfi
  • Hvetjandi starfsþróunarstefna
  • Afmælisfrí á launum
  • Niðurgreiddur matur
  • Samgöngusamningur
  • Heilsustyrkur
Auglýsing birt25. nóvember 2025
Umsóknarfrestur10. desember 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Bæjarhraun 14, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar