ARTPRO Prentþjónusta
ARTPRO Prentþjónusta
ARTPRO er framsækið prentþjónustufyrirtæki með fyrsta flokks tækjabúnað til nútíma forvinnslu og prentunar. Við erum til húsa að Bíldshöfða 14 í Reykjavík. Við erum mjög metnaðarfullt fyrirtæki með frábæran hóp viðskiptavina sem gerir okkar vinnu mjög líflega og skemmtilega.

Prentþjónusta - Þjónustustjóri

Leitum að fjölhæfum einstaklingi til starfa sem þjónustustjóra í fyrirtækjaþjónustu okkar, við stafræna prentun og önnur almenn störf hjá ARTPRO Prentþjónustu. Fjölbreytt og spennandi starf hjá prentþjónustufyrirtæki með öflugum tækjabúnaði á góðum stað að Bíldshöfða 14 í Reykjavík.

Við erum lítið fyrirtæki og þjónustum góða og skemmtilega viðskiptavini okkar.

Við leggjum mikið upp úr því að vera jákvæð, lífleg og skemmtileg til að hafa sem mest gaman af okkar starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Þjónusta og samskipti við viðskiptavini fyrirtækisins sem eru nær eingöngu fyrirtæki.
Móttaka, úrvinnsla og framleiðsla verkefna.
Daglegt verkskipulag, verkstjórn og skipulag í okkar þjónustu og framleiðslu.
Stafræn prentun, frágangur og eftirvinnsla, sem og önnur störf tengd okkar framleiðslu og þjónustu.
Teikningaprentun. Þjónusta og framleiðsla tengd teikningum í byggingaiðnaði.
Hönnun, umbrot og forvinnsla prentskjala, sem fer nær eingöngu fram í ADOBE forritum.
Sala og tilboðsgerð til viðskiptavina og útskrift reikninga í gegnum DK hugbúnað.
Menntunar- og hæfniskröfur
Starfsreynsla úr prentiðnaði eða sambærilegum störfum er mjög mikill kostur.
Mjög góð tölvukunnátta er algjört skilyrði.
Góð aðlögunarhæfni til að vinna sjálfstætt, skipulega og lausnamiðað.
Metnaðarfullur fjölhæfur og laginn einstaklingur með gott verkvit og lausnamiðaða kunnáttu.
Lipur þjónustulund og góð mannleg samskipti eru mjög mikilvæg.
Reynsla af vinnslu prentskjala í Adobe forritum er mikill kostur.
Íslenskukunnátta er nauðsynleg.
Reynsla og kunnátta við notkun á DK Hugbúnaði er mikill kostur.
Við erum lítið fyrirtæki með 3 starfsmenn og því er mikilvægt að allir geti leyst verkefnin okkar alla leið. Þetta gerir starfið líka fjölbreytt og skemmtilegt.
Auglýsing stofnuð4. september 2022
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Bíldshöfði 14, 110 Reykjavík
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaGrunnhæfni
EnskaEnskaGrunnhæfni
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almannatengsl (PR)PathCreated with Sketch.DKPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.PrentunPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.