
Seyðisfjarðarskóli
Seyðisfjarðarskóli skiptist í grunnskóladeild, leikskóladeild og listadeild.
Sýn skólans er sú að í hverjum nemenda búi fjársjóður. Hlutverk skólans er að þroska þann sjóð, mennta ábyrga, hæfa og skapandi einstaklinga í samvinnu við heimilin og nánu samstarfi deildanna, í samræmi við aðalnámskrá leik-og grunnskóla, lög og reglugerðir.
Í nýrri skólastefnu kemur fram að leiðarljós starfsins sé góð samvinna, lýðræði og jafnrétti og jafnramt að sköpunarkraftur, sjálfbærni, fjölbreytileiki og gagnrýnin hugsun einkenni skólastarf í öllum deildum.

Píanókennari við listadeild Seyðisfjarðarskóla
Við listadeild Seyðisfjarðarskóla vantar píanókennara til starfa frá janúar 2024. Um 50% starf er að ræða.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Kennsla nemenda í samræmi við þarfir þeirra og samkvæmt aðalnámskrá og skólanámskrá.
- Undirbúningur nemenda fyrir próf, tónleika, tónfundi, sýningar og aðra tónlistarviðburði.
- Skipulag og utanumhald á kennslu eigin nemenda.
- Samskipti við forráðamenn og samstarfsfólk.
- Þátttaka í skipulagningu og framkvæmd tónleika og annarra tónlistarviðburða.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Tónlistarkennaramenntun eða haldgóð tónlistarmenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af kennslustörfum æskileg
- Færni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði í starfi
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögðl
Auglýsing birt8. desember 2023
Umsóknarfrestur23. desember 2023
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Starfstegund
Hæfni
KennslaPíanó
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)