
Listaskóli Mosfellsbæjar
Listaskóli Mosfellsbæjar skipar fastan sess í fræðslu- og menningarlífi bæjarins og starfar í nánu samstarfi við Skólahljómsveit Mosfellsbæjar, Myndlistarskóla Mosfellsbæjar og Leikfélag Mosfellssveitar.
Markmið Listaskólans er að samþætta starfsemi þessara stofnana og að tryggja tengsl milli þeirra. Þá er lögð áhersla á að flétta saman starfsemi Listaskólans við grunn- og leikskóla bæjarins.
Hlutverk Listaskólans er einnig að auka tengsl við aðila utan stofnana bæjarins, ekki síst starfandi listamenn. Það má því segja að Listaskóli Mosfellsbæjar sé regnhlíf yfir fjölbreytta listastarfsemi í Mosfellsbæ.
Listaskóli Mosfellsbæjar er rekinn og studdur af sveitarfélaginu. Fræðslunefnd fer með málefni Listaskólans í umboði bæjarstjórnar.

Píanókennari
Píanókennarar óskast við Listaskóla Mosfellsbæjar. Stöðuhlutfall er umsemjanlegt.
Listaskóli Mosfellsbæjar skiptist í tónlistardeild sem er stærsta deildin innan skólans, Skólahljómsveit Mosfellsbæjar, Leikfélag Mosfellssveitar og Myndlistarskóla Mosfellsbæjar. Þessir aðilar vinna saman að öflugri listkennslu í sveitarfélaginu, svo og öflugu lista- og menningarstarfi.
Aðal starfsstöð tónlistardeildar er í húsnæði Listaskólans í Háholti 14 (Bjarkarholti1a-3a) en skólinn starfar einnig í mjög góðu samstarfi í öllum grunnskólum bæjarins.
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í píanóleik og/eða kennslu (að lágmarki framhaldspróf í píanóleik)
- Reynsla af píanókennslu
- Góð færni í samvinnu og samskiptum
- Faglegur metnaður og áhugi á starfsþróun og fjölbreytni í skólastarfi
- Mjög góð íslenskukunnátta
Auglýsing birt24. apríl 2025
Umsóknarfrestur8. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Mosfellsbær
Starfstegund
Hæfni
Píanó
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (9)

Tónmenntakennara vantar í Klettaskóla.
Klettaskóli

Nótnavörður Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Sinfóníuhljómsveit Íslands

Tónmenntakennara vantar í Salaskóla
Salaskóli

Kennarar í Auðarskóla skólaárið 2025-2026
Auðarskóli

Tónlistarkennari/kórstjóri á Hólmavík
Sveitarfélagið Strandabyggð

Tónlistarskóli Eyjafjarðar Laus störf
Tónlistarskóli Eyjafjarðar

Tónmenntakennari - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær

Tónmenntakennari /sviðslistakennari – Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær

Tónmenntakennari - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær