Persónuvernd
Persónuvernd
Persónuvernd

Persónuvernd – lögfræðingur – gervigreind og allt hitt!

Hefur þú áhuga á gervigreind, andlitsgreiningartækni og öllu öðru sem tæknin getur gert í dag - með gögn sem rekjanleg eru niður á einstaklinga? Öllum framförum fylgja áskoranir, það á líka við um tækniframfarir. Okkur vantar í hópinn frábæran lögfræðing sem brennur fyrir upplýsingavernd og vill taka þátt í að styðja við framfarir í okkar samfélagi, þar sem eldsneytið eru gögn og persónuupplýsingar. Best væri ef þú gætir einnig miðlað flóknum upplýsingum til almennings með einföldum hætti.

Hjá Persónuvernd eru verkefni sem spanna vinnslu gagna hjá flestum geirum samfélagsins og varða alla stjórnsýsluna, fyrirtæki, hagsmunaaðila og einstaklinga. Hjá okkur getur þú átt þátt í að búa til betri heim!

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Meðferð mála sem heyra undir Persónuvernd, m.a. vinna að úrskurðum í ágreiningsmálum, ákvörðunum, umsögnum og álitum
  • Verkefni tengd erlendu samstarfi, einkum í tengslum við þátttöku Persónuverndar í Evrópska persónuverndarráðinu (EDPB)
  • Upplýsingagjöf til almennings
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Öguð, nákvæm og skipulögð vinnubrögð 
  • Samskiptahæfni, frumkvæði, sveigjanleiki og jákvæðni
Auglýsing stofnuð15. nóvember 2023
Umsóknarfrestur20. desember 2023
Starfstegund
Staðsetning
Rauðarárstígur 10, 105 Reykjavík
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaReiprennandi
EnskaEnskaFramúrskarandi
Hæfni
PathCreated with Sketch.Embættispróf í lögfræðiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýsla
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar