
Persónuvernd
Hlutverk Persónuverndar er að gæta hagsmuna almennings þannig að mannréttindi séu ekki brotin við meðferð persónuupplýsinga.
Persónuvernd er sjálfstæð stofnun með sérstaka stjórn. Hún tekur ekki við fyrirmælum frá stjórnvöldum eða öðrum aðilum.
Persónuvernd er leiðandi á sviði persónuverndar og meðferðar persónuupplýsinga á Íslandi og leitast við að tryggja að stofnanir og einkaaðilar þekki og fari eftir lögum og reglum um meðferð persónuupplýsinga.
Stofnunin eflir þekkingu, vitund og skilning almennings á áhættu, reglum, verndarráðstöfunum og réttindum í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga í þeim tilgangi að almenningur geti staðið vörð um réttindi sín og friðhelgi, svo og vitund ábyrgðaraðila og vinnsluaðila um skyldur sínar.
Persónuvernd hefur skýra sýn á hlutverk sitt og ábyrgð í samfélaginu. Gildi stofnunarinnar eru þekking, trúverðugleiki og fagmennska og samanstendur innra og ytra starf stofnunarinnar af þessum þáttum sem unnið er af samheldnum og traustum mannauði.

Persónuvernd – lögfræðingur – gervigreind og allt hitt!
Hefur þú áhuga á gervigreind, andlitsgreiningartækni og öllu öðru sem tæknin getur gert í dag - með gögn sem rekjanleg eru niður á einstaklinga? Öllum framförum fylgja áskoranir, það á líka við um tækniframfarir. Okkur vantar í hópinn frábæran lögfræðing sem brennur fyrir upplýsingavernd og vill taka þátt í að styðja við framfarir í okkar samfélagi, þar sem eldsneytið eru gögn og persónuupplýsingar. Best væri ef þú gætir einnig miðlað flóknum upplýsingum til almennings með einföldum hætti.
Hjá Persónuvernd eru verkefni sem spanna vinnslu gagna hjá flestum geirum samfélagsins og varða alla stjórnsýsluna, fyrirtæki, hagsmunaaðila og einstaklinga. Hjá okkur getur þú átt þátt í að búa til betri heim!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Meðferð mála sem heyra undir Persónuvernd, m.a. vinna að úrskurðum í ágreiningsmálum, ákvörðunum, umsögnum og álitum
- Verkefni tengd erlendu samstarfi, einkum í tengslum við þátttöku Persónuverndar í Evrópska persónuverndarráðinu (EDPB)
- Upplýsingagjöf til almennings
Menntunar- og hæfniskröfur
- Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Öguð, nákvæm og skipulögð vinnubrögð
- Samskiptahæfni, frumkvæði, sveigjanleiki og jákvæðni
Auglýsing stofnuð15. nóvember 2023
Umsóknarfrestur20. desember 2023
Starfstegund
Staðsetning
Rauðarárstígur 10, 105 Reykjavík
Tungumálakunnátta


Hæfni
Embættispróf í lögfræðiOpinber stjórnsýsla
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (8)

Sérfræðingur í regluvörslu
Arion banki
LÖGFRÆÐINGUR Í LÖGFRÆÐIDEILD
Kerecis
Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Vestmannaeyjabær
Sérfræðistörf í miðbæ Akureyrar
Skatturinn
Lögmaður/ Lögfræðingur
Novum lögfræðiþjónusta
Lögfræðingur
Embætti landlækis
Skrifstofustjóri Barnaverndar Reykjavíkur
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Lögfræðingur
Rapyd Europe hf.