Parlogis leitar að þjónustufulltrúa

Parlogis Krókháls 14, 110 Reykjavík


Parlogis óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa með framúrskarandi þjónustulund.
Þjónustusvið Parlogis ber ábyrgð á að viðskiptavinir Parlogis upplifi framúrskarandi og áreiðanlega þjónustu í viðskiptum sínum við fyrirtækið. Helstu viðskiptavinir eru apótek, spítalar, heilbrigðisstofnanir, sérfræðingar og dagvöruverslanir.

Helstu verkefni

  • Móttaka pantana.
  • Eftirfylgni pantana.
  • Úrlausn rafrænna fyrirspurna.
  • Símsvörun og upplýsingagjöf til viðskiptavina.

Hæfniskröfur

  • Framúrskarandi þjónustulund.
  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Almenn tölvuþekking og færni í notkun upplýsingakerfa.
  • Þekking á heilbrigðisgeiranum kostur.
  • Skipulagshæfni og nákvæmni í starfi.
  • Menntun sem nýtist í starfi.

Ef þú hefur áhuga á að starfa með okkur biðjum við þig vinsamlegast að að senda inn umsókn hér á Alfreð fyrir 20. maí n.k.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður María Reykdal, þjónustustjóri í síma 590-0200. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum verður svarað.

Parlogis er leiðandi þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í vörustjórnun fyrir lyfja-, heilbrigðis- og neytendavörugeirann á Íslandi.Hjá okkur starfa 80 manns í góðu starfsumhverfi. Helstu viðskiptavinir eru sjúkrahús, apótek, heilsugæslur og dagvöruverslanir um allt land. Parlogis leggur metnað sinn í að vera fyrirmyndarvinnustaður þar sem lögð er áhersla á jafnrétti og fjölskylduvænt umhverfi.

Umsóknarfrestur:

20.05.2019

Auglýsing stofnuð:

07.05.2019

Staðsetning:

Krókháls 14, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi