

Óskum eftir leikskólakennara
Leikskólinn Álfatún óskar eftir að ráða leikskólakennara
Leikskólinn Álfatún er 5 deilda leikskóli á besta stað í Fossvoginum. Í leikskólanum eru 79 börn á aldrinum 1 – 6 ára.
Við leitum að öflugum kennara sem fyrst eða eftir samkomulagi, ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling, eða einstakling með reynslu af starfi með börnum.
Áherslur okkar eru málrækt, hreyfing, útivera og skapandi starf í gegnum leik. Áhugi okkar snýr að því að auka lýðræði, skapandi hugsun og menningu. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda þar sem áhersla er lögð á liðsheild, umhyggju, jákvæð samskipti, gleði og lausnamiðaða hugsun.
Einkunnaorð leikskólans eru umhyggja, traust og jákvæðni.
Leikskólakennari starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla, kjarasamningum, mannauðs- og skólastefnu Kópavogsbæjar.
Nánari upplýsingar um leikskólann er hægt að finna á https://alfatun.kopavogur.is/
- Vinnur að uppeldi og menntun barnanna.
- Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
- Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
- Vinnur í samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
- Sinnir þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.
- Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun sem nýtist í starfi.
- Góðir samskiptahæfileikar.
- Áhugasamur einstaklingur.
- Stundvísi og áreiðanleiki.
- Gott vald á íslensku.
- Reynsla af vinnu með börnum.
- Styttri vinnuvika, vinnustytting er að hluta til notuð í lokanir í jóla- páska- og vetrarfríum.
- Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.
- Starfsfólk fær afslátt af leikskólagjöldum.
Íslenska










