NPA miðstöðin
NPA miðstöðin
NPA miðstöðin aðstoðar fatlað fólk og aðstandendur við það utanumhald og þá umsýslu sem fylgir því að hafa notendastýrða persónulega aðstoð. NPA miðstöðin veitir m.a. ráðgjöf, heldur fræðslunámskeið, greiðir aðstoðarfólki laun og sér um launatengd mál. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónustuform sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana. Persónulegt aðstoðarfólk aðstoðar NPA notendur við sitt daglega líf, svo það hafi sömu möguleika og ófatlað fólk.
NPA miðstöðin

Óska eftir ofurkonum!

Sælar dömur, mig bráðvantar einhvern snilling til þess að hugsa um heimilið mitt, sjá um þrifin, þvottinn, frágang og létta matseld.

Ég myndi vilja hafa tvær til fjórar manneskjur sem myndu skipta þessu á milli sín og geta því deilt niður verkum og tíma eða eina ofurkonu sem væri til í að sjá um allan pakkann.

Ég bý með eiginmanni mínum og tveimur börnum sem eru 5 ára og 6 ára og einum litlum ketti.

Ég er hreyfihömluð og nota hjólastól og get því lítið annað gert en setið og dàðst að öllu draslinu 😊

Laun eru samkvæmt sér kjarasamningum við eflingu sem hægt er að sjá inn á vefsíðu NPA miðstöðvarinnar npa.is

Hlakka til að heyra frá sem flestum!

Menntunar- og hæfniskröfur
Stundvísi
Samviskusemi
Auglýsing stofnuð19. september 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Hæfni
PathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Stundvísi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.