NPA miðstöðin
NPA miðstöðin
NPA miðstöðin aðstoðar fatlað fólk og aðstandendur við það utanumhald og þá umsýslu sem fylgir því að hafa notendastýrða persónulega aðstoð. NPA miðstöðin veitir m.a. ráðgjöf, heldur fræðslunámskeið, greiðir aðstoðarfólki laun og sér um launatengd mál. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónustuform sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana. Persónulegt aðstoðarfólk aðstoðar NPA notendur við sitt daglega líf, svo það hafi sömu möguleika og ófatlað fólk.
NPA miðstöðin

Óska eftir NPA aðstoðarfólki

Óska eftir NPA aðstoðarfólki.

Ég er 39 ára kona sem bý í 105 Reykjavík með kærasta mínum og 8 ára dóttir okkar.

Ég óska eftir aðstoðarfólki 20 ára og eldra í NPA teymið mitt.

Starfið felur í sér að aðstoða mig við flestar athafnir daglegs lífs vegna mænuskaða, m.a. við heimilisstörf, persónulegt hreinlæti og fleira.

Starfið felur einnig í sér að vera framlenging á mér í hverju sem ég vil taka mér fyrir hendur frá degi til dags í lífi, leik og starfi. Ég hef mikin áhuga á andlegum málum, listum, útiveru og að verja tíma mínum með fjölskyldu og vinum.

Ég leita eftir fólki sem er lausnamiðað í breytilegum aðstæðum og gott í mannlegum samskiptum.

Um er að ræða breytilegar vaktir, þar sem hægt er að velja um dag- kvöld- og næturvinnu alla daga vikunnar. Starfshlutfall sem óskað er eftir er bæði 100% og 50%. Laun greidd samkvæmt kjarasamningum Eflingar, nánari upplýsingar um launamál má finna á https://npa.is/adstodarfolk/kjarasamningar

Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf en hægt er að lesa nánar um hugmyndafræðina og notendastýrða persónulega aðstoð á: npa.is

Ekki er gerð krafa um starfsreynslu eða sérstaka menntun en lögð er áhersla á að umsækjendur temji sér stundvísi, jákvæðni, heiðarleika og virðingu í samskiptum.

Reykleysi á vinnutíma, bílpróf og tölvukunnátta eru skilyrði

Vinnuaðstæður eru mjög góðar í nýju húsnæði með sérherbergi fyrir starfsmann.

Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af því að umgangast börn og viti að hlutverk aðstoðarfólks felst einnig í því að sinna þeim þörfum barna sem foreldrar sinna frá degi til dags, t.d. að útbúa nesti, aðstoða við heimanám, og sækja á æfingar osfrv.

Auglýsing stofnuð25. maí 2023
Umsóknarfrestur8. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Hæfni
PathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Stundvísi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.