

Óska eftir konum á 2-2-3 vaktir 🌸
Ég er heimavinnandi tveggja barna húsmóðir í Breiðholti og er að leita að öflugum konum á aldrinum 25-45 ára.
Ég leita að tveimur ofurkonum sem munu skipta með sér 2-2-3 vöktum frá kl. 7-15 virka daga og 8-16 um helgar.
Mig vantar aðstoð við allt milli himins og jarðar en ég nota hjólastól og þarf aðstoð við flest allt sem viðkemur mér, persónulega aðstoð, almenna matseld og heimilishald.
Hæfniskröfur:
Umsækjandi þarf að vera líkamlega hraust og geti unnið sjálfstætt.
Bílpróf er nauðsynlegt (almenn ökuréttindi).
Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun desember.
Íslenskukunnátta skilyrði / Icelandic speaking only.
Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og aðstoðarfólkið mitt tekur að sér það hlutverk að vera einskonar framlenging af mér í þeim verkefnum sem ég þarfnast aðstoðar við.
Laun eru samkvæmt sérkjarasamningum NPA við Eflingu. Skoðið laun og réttindi hér: https://www.npa.is/index.php/storf/kjarasamningar-helstu-upplysingar
Hlakka til að heyra ì ykkur :)
Íslenska
















