

Óska eftir hressu kvenkyns aðstoðarfólki
Ég er 37 ára stelpa sem bý í 104 Reykjavík með kærasta mínum, 8 mánaða dóttur okkar og 15 ára stjúpsyni mínum. Einnig er einn köttur á heimilinu.
Ég er hjólastóla notandi en ég fæddist með CP hreyfihömlun.
Ég elska að ferðast, er mikið fyrir að vera úti að gera og græja. Elska að fara à tónleika og íþróttaleiki. Er mikill félagsvera og stemmingskona sem elska góðan mat.
Ég óska eftir kvenkyns aðstoðarfólki 25 ára og eldra í NPA teymið mitt sem finnst gaman að vera á ferðinni og gera allskonar.
Um starfið:
Starfið felur í sér aðstoð við daglegt líf m.a. við heimilisstörf.
Starfið felur einnig í sér að vera framlenging á mér í hverju sem ég vil taka mér fyrir hendur frá degi til dags í lífi, leik og starfi.
Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af því að umgangast börn og viti að hlutverk aðstoðarfólks felst einnig í því að sinna þeim þörfum barna sem foreldrar sinna frá degi til dags, t.d. að sækja í / skutla í leikskóla, fara með þeim út að leika o.s.frv.
Ég er að leita að aðstoðarfólki í fullt starf eða hlutastarf og hefst starfið núna í byrjun maí.
Hæfniskröfur:
Ekki er gerð krafa um starfsreynslu eða sérstaka menntun, en lögð er áhersla á að umsækjendur temji sér stundvísi, jákvæðni, heiðarleika og virðingu í samskiptum.
Reykleysi á vinnutíma, íslensku kunnátta, bílpróf og hreint sakavottorð eru skilyrði.
Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og eru laun samkvæmt sérkjarasamningum NPA miðstöðvarinnar við Eflingu og Starfsgreinasambandið.
Hægt er að lesa um hugmyndafræðina hér: npa.is



















