
Orkubú Vestfjarða ohf
Í boði er áhugavert starfsumhverfi með krefjandi og fjölbreyttum verkefnum hjá traustu fyrirtæki og er hópurinn samheldinn og metnaður mikill.
Áratuga reynsla
Orkubú Vestfjarða ohf. býr að áratuga reynslu við virkjun vatnsafls og jarðhita og dreifingu og sölu raforku. Fyrirtækið á og rekur orkuver og raforkustöðvar til raforkuframleiðslu, ásamt nauðsynlegum mannvirkjum til raforkuflutnings og raforkudreifingar, jarðvarmavirki og fjarvarmakyndistöðvar ásamt nauðsynlegu dreifikerfi.
Fyrirtækið var stofnað þann 26. ágúst 1977 og var þá sameignarfélag sveitarfélaga á Vestfjörðum og ríkisins. Fyrirtækið hóf formlega starfsemi þann 1. janúar 1978. Orkubú Vestfjarða ohf. var stofnað á grundvelli laga sem samþykkt voru á Alþingi 2001.
Frá árinu 2002 hefur Orkubú Vestfjarða ohf. verið að fullu í eigu ríkisins.
7 vatnsaflsvirkjanir
Fyrirtækið rekur 7 vatnsaflsvirkjanir, sem framleiða u.þ.b. 90.000 MWh á ári, sem er um 60% af orkunotkun Vestfjarða. Flutningskerfi Orkubúsins samanstendur af 1,036 km löngum rafmagnslínum og jarðstrengjum og er viðhaldið af starfsmönnum þess.
Gæðakerfi
Fyrirtækið starfrækir gæðastjórnunarkerfi sem samræmist kröfum í ISO 9001: 2015. Fyrirtækið var fyrsta rafveitan, sem fékk viðurkennt öryggisstjórnunarkerfi vottað af Mannvirkjastofnun árið 1999. Fyrirtækið rekur einnig innra eftirlitskerfi með sölumælum samkvæmt heimild frá Neytendastofu.
Starfsmenn og skrifstofur
Starfsmenn Orkubúsins eru um 70 talsins á þremur starfssvæðum og þjónusta þeir dreifikerfi fyrir Vestfirði og sölukerfi, sem nær til landsins alls. Aðalskrifstofa er á Ísafirði og svæðisskrifstofur á Hólmavík og Patreksfirði.
Stjórn Orkubúsins
Stjórn Orkubúsins er skipuð 5 mönnum, sem kjörnir eru á aðalfundi fyrirtækisins. Orkubússtjóri veitir fyrirtækinu forstöðu og er framkvæmdastjóri þess. Starfsemi Orkubúsins er skipt upp í orkusvið, veitusvið og fjármálasvið auk eftirlitsdeildar.

Orkubú Vestfjarða - Rafvirki
Rafvirki
Í boði er áhugavert starfsumhverfi með krefjandi
og fjölbreyttum verkefnum hjá traustu fyrirtæki.
Starfsmaðurinn verður hluti af vinnuflokki veitusviðs
Orkubús Vestfjarða með starfstöð á Patreksfirði.
Starfsumhverfi er sunnanverðir Vestfirðir.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegur rekstur og nýframkvæmdir á veitusviði.
- Viðhald á háspennu og lágspennubúnaði.
- Reglubundið eftirlit í veitukerfi.
- Bakvaktir.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf í rafvirkjun
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð íslenskukunnátta
- Reynsla af sambærilegu starfi kostur
Auglýsing birt10. mars 2025
Umsóknarfrestur18. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Eyrargata, 450 Patreksfjörður
Starfstegund
Hæfni
RafvirkjunSjálfstæð vinnubrögðSveinspróf
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í iðnstýringum
Norðurál

Skólastjóri Raftækniskólans
Tækniskólinn

Starfsmaður í línuteymi Landsnets á austurlandi
Landsnet hf.

Rafvirki/tæknimaður
Rými

Sumarstörf hjá Johan Rönning Selfossi
Johan Rönning

Komdu í kraftmikið teymi – Rafvirki óskast!
AK rafverktakar ehf.

Rafvirki á Austurlandi
Securitas

Uppsetning og viðhald á sjálfvirkum búnuðum.
Járn og Gler hf

Svæðisstjóri
Orkubú Vestfjarða

Ert þú rafeindavirki eða með sambærilega menntun?
Isavia ANS

Rafvirki óskast til starfa.
PÓLLINN ehf.

Rafvirki/Vélstjóri í Tæknideild Nortek á Akureyri.
Nortek