ERTU KLÁR Í GERVIGREIND?

Origo hf. Borgartún 37, 105 Reykjavík


Vegna aukinna umsvifa á sviði gervigreindar, gagnavinnslu og vélræns gagnanáms leitar Origo að liðsauka.


Við leitum að aðila sem hefur þekkingu, reynslu og áhuga á þessu sviði til að taka þátt í vegferð fyrirtækisins í þessum málum.
Viðkomandi kemur til með að sinna fjölbreyttum verkefnum bæði innan Origo og fyrir viðskiptavini þar sem gervigreind kemur við sögu.


HÆFNISKRÖFUR:

  • Háskólagráða í tölvunarfræði, stærðfræði eða raunvísindum
  • Reynsla af notkun gervigreindar
  • Bakgrunnur og þekking til að vinna með gagnagrunna, gagnasett og skýjalausnir er æskileg
  • Vilji til að læra og leiða þróun á sviði gervigreindar fyrir Origo


Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

Hjá Origo starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt til að efla árangur, hagsæld og öryggi viðskiptavina. Gildin okkar eru þjónustuframsýn, samsterk og fagdjörf.

Sótt er um starfið hér á vef Origo. Umsóknarfrestur er til og með 22. maí n.k. Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað. Nánari upplýsingar veita sérfræðingar á mannauðssviði Origo (mannaudur@origo.is)

Umsóknarfrestur:

22.05.2019

Auglýsing stofnuð:

10.05.2019

Staðsetning:

Borgartún 37, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Upplýsingatækni Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi