Aðstoð í mötuneyti

Origo hf. Borgartún 37, 105 Reykjavík


Við leitum að röskum, snyrtilegum og dugmiklum einstaklingi í mötuneyti Origo.
Leitað er að einstaklingi með ríka þjónustulund og jákvætt viðmót.

Helstu verkefni

  • Almenn aðstoð í eldhúsi
  • Undirbúningur og framreiðsla í hádegi
  • Uppvask, frágangur á vörum og þrif 
  • Önnur tilfallandi verkefni


Hæfniskröfur

  • Jákvæðni og framúrskarandi þjónustulund
  • Almenn hreysti og reglusemi
  • Reynsla af vinnu í mötuneyti eða sambærilegu starfi æskileg


Vinnutími er frá kl. 07:00-15:00 alla virka daga og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. 

Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.

Hjá Origo starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt til að efla árangur, hagsæld og öryggi viðskiptavina. Gildin okkar eru þjónustuframsýn, samsterk og fagdjörf.

Sótt er um starfið hér á Alfreð. Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað.
Nánari upplýsingar veita sérfræðingar á mannauðssviði Origo. 

Umsóknarfrestur:

18.08.2019

Auglýsing stofnuð:

12.08.2019

Staðsetning:

Borgartún 37, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Veitingastörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi