Vopnafjarðarhreppur
Vopnafjarðarhreppur
Vopnafjarðarhreppur

Organisti Hofprestakalls

Sóknarnefndir í Vopnafjarðar, Hofs og Skeggjastaðasóknum auglýsa laust til umsóknar starf organista við sóknirnar. Um er að ræða 30 – 40% starf. Þar sem ekki er um 100% stöðu gæti auglýst starf Tónlistarskóla Vopnafjarðar fyllt þá stöðu.

Einnig er möguleiki á kórstjórn Karlakórs Vopnafjarðar.

Organisti hefur umsjón með hljóðfæraleik við athafnir í sóknunum og stýrir kórastarfi á svæðinu.Tónlist skipar stóran sess við allt helgihald og kirkjustarf í sóknunum. Áhersla er lögð á að hlúa að og efla kórastarfið.

Sóknirnar þrjár tilheyra Hofsprestakalli og mun organisti starfa náið með presti, sóknarnefndum, meðhjálpurum og öðrum er koma að kirkjustarfinu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að stýra tónlistarstarfi safnaðanna í samráði við presta, sóknarnefndir og annað starfsfólk.          
  • Hljóðfæraleikur við athafnir, helgihald og annað kirkjustarf.                                                       
  • Stjórn kórastarfs við sóknirnar. 
  •  Umsjón með hljóðfærum í eigu safnaðanna.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kirkjutónlistarmenntun frá Tónskóla þjóðkirkjunnar eða sambærilegt nám.
  • Reynsla af flutningi tónlistar við helgihald.
  • Metnaður og áhugi fyrir öflugu kórastarfi.
  • Listfengi og hugmyndaauðgi. 
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Hæfni til að starfa sjálfstætt.
Auglýsing birt16. maí 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Hamrahlíð 15, 690 Vopnafjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar