
OK
OK samanstendur af gríðarlega öflugu starfsfólki, en þar sameinast eldmóður, reynsla og þekking starfsfólks sem setur þarfir viðskiptavina í forgang.
OK hefur að skipa öflugu teymi reyndra sérfræðinga á flestum sviðum upplýsingatækni með langa reynslu af ráðgjöf, rekstri, þjónustu og innleiðingu lausna hjá flestum af stærstu og kröfuhörðustu fyrirtækjum og stofnunum landsins ásamt stórum erlendum viðskiptavinum.
Vinnustaðurinn er krefjandi og skemmtilegur þar sem starfsmenn eru hvattir til að vera sjálfstæðir í starfi og hafa áhrif á eigið starfsumhverfi.
Hjá OK starfar samhentur hópur fólks og er kapp lagt á að viðhalda góðum starfsanda, en það hefur skilað sér í ánægðu starfsfólki sem hefur fengið tækifæri til að vaxa og dafna í leik og starfi.
OK hlaut viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2024 sem veitt er fyrirtækjum fyrir framúrskarandi vinnuumhverfi og starfsanda, en fyrirtækið hefur hlotið þá viðurkenningu fjögur ár í röð.

OK leitar að reynslumiklum tæknimanni
OK leitar að áhugasömum og reynslumiklum einstakling til að bætast við frábært teymi okkar.
Um er að ræða fullt starf á dagtíma með mætingu á starfsstöð sem er staðsett á Grundartanga, 301 Akranesi.
Vinnutími er frá kl 7:30-15:30 alla virka daga, nema unnið er til kl 14:00 á föstudögum
Hjá OK starfar fjölbreyttur hópur fólks og hvetjum við öll sem uppfylla hæfnikröfur og hafa áhuga á starfinu til að sækja um, óháð kyni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Kerfisrekstur, umsýsla með netkerfi og sýndarvélar
- Umsýsla útstöðva og annarra jaðartækja
- Úrvinnsla verkbeiðna
- Þjónusta við notendur
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Nám í kerfisstjórnun eða önnur menntun sem nýtist í starfi er kostur
- Umtalsverð reynsla af tölvuumsjón er skilyrði
- Góð þekking á netkerfum, VMware og kerfisrekstri skilyrði
- Hreint sakavottorð er skilyrði
- Bílpróf er skilyrði (starfsmaður þarf að geta mætt alla daga á starfsstöð á Grundartanga)
- Öguð og sjálfstæð vinnubrögð
- Geta til að vinna í hóp og vera hluti af teymi
- Góð færni í íslensku, bæði skrifuðu og töluðu máli
- Góð færni í ensku, bæði skrifuðu og töluðu máli
- Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri
Auglýsing birt20. janúar 2026
Umsóknarfrestur1. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Grundartanga
Starfstegund
Hæfni
Fljót/ur að læraFrumkvæðiHeiðarleikiHreint sakavottorðJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

QA Specialist
Arion banki

Sérfræðingur í net- og upplýsingaöryggi
Reiknistofa bankanna

Sumarstörf 2026 - háskólanemar
Landsnet hf.

Tæknifulltrúi á skrifstofu - IT
Íslandshótel

Ertu Jira/Atlassian gúrú?
Sensa ehf.

Enterprise Data Architect | Embla Medical
Embla Medical | Össur

Umsjónarmaður kerfis- & húsumsjónar óskast til starfa
Heilsuvernd

Kerfisstjóri / DevOps
Lagaviti ehf.

Full Stack / AI Forritari
Lagaviti ehf.

Software Quality Assurance Engineer
Teledyne Gavia ehf.

Kerfisstjóri/geimfari með öryggi á heilanum
Atmos Cloud

Gagna- og gervigreind Deloitte (AI & Data)
Deloitte