

Öryggisvörður í hlutastarf
Við hjá Securitas leitum að jákvæðum og kraftmiklum einstaklingum sem eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum og taka að sér starf öryggisvarða.
Sem öryggisvörður í staðbundinni gæslu sinnir þú öryggisgæslu á fjölbreyttum gæslustöðum Securitas, sinnir fyrirbyggjandi rýrnunareftitliti, bregst við boðum frá öryggishliðum ásamt fleiri verkefnum.
Ef þú......
- Býrð yfir framúrskarandi þjónustulund.
- Sýnir hæfni í mannlegum samskiptum.
- Sýnir frumkvæði í starfi og getu til að vinna sjálfstætt.
- Býrð yfir metnaði til að takast á við krefjandi verkefni.
- Hefur gott vald á íslensku í ræðu og riti.
... þá erum við að leita að þér!
Í boði eru hlutastörf, 20-50% stöður, unnið er á vöktum, ýmist seinni partinn, á kvöldin og um helgar. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri. Starfið hentar öllum kynjum með hreint sakavottorð.
Umsóknarfrestur er til með 31. mars nk. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og er öllum umsóknum svarað. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sandra María Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri í síma 580-7000.












