Öryggismiðstöðin
Öryggismiðstöðin
Öryggismiðstöðin er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreyttar lausnir og þjónustu í öryggis- og velferðartækni, fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hjá Öryggismiðstöðinni starfar öflugur hópur sérfræðinga sem býr yfir brennandi áhuga, faglegri þekkingu og mikilli reynslu af þjónustu við viðskiptavini. Við leggjum ríka áherslu og metnað í gæði ráðgjafar við val á lausnum. Hornsteinar þjónustu okkar er gífurlega öflug tækniþjónusta ásamt rekstri vaktmiðstöðvar til móttöku viðvörunarboða og útkallsþjónusta öryggisvarða allan sólarhringinn, alla daga ársins. Við leggjum áherslu á vandaða og persónulega þjónustu með gildi fyrirtækisins að leiðarljósi, forystu, umhyggju og traust. Heiti fyrirtæksins í Fyrirtækjaskrá er Öryggismiðstöð Íslands hf. Kennitala félagsins er 410995-3369.
Öryggismiðstöðin

Öryggisverðir í vaktavinnu á Suðurnesjum

Öryggismiðstöðin auglýsir eftir starfsmönnum í vaktavinnu á Suðurnesjum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega og sé tilbúin/n í fullt starf.

Starfið er á sviði Mannaðra lausna sem veitir fjölbreytta þjónustu öryggisvarða, meðal annars útkallsþjónustu, vaktferðir, verðmætaflutninga og almenna öryggisgæslu fyrir viðskiptavini Öryggismiðstöðvarinnar. Um er að ræða starf á samhentum, traustum og metnaðarfullum vinnustað.

Við leitum að einstaklingum til starfa sem hafa ástríðu fyrir öryggi og velferð annarra, eru jákvæðir og geta tekið ákvarðanir skjótt og vel.

Auglýsing stofnuð19. september 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Flugvallarbraut 740, 235 Reykjanesbær
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.