
Landhelgisgæsla Íslands
Landhelgisgæsla Íslands er löggæslustofnun sem hefur það hlutverk að sinna löggæslu og eftirliti sem og leit og björgun á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Landhelgisgæslan annast einnig framkvæmd á varnartengdum rekstrarverkefnum í umboði utanríkisráðuneytisins sbr. varnarmálalög nr. 34/2008 og samning við utanríkisráðuneytið, þ.m.t. er rekstur öryggissvæða, mannvirkja, kerfa, og ratsjár- og fjarskiptastöðva Atlantshafsbandalagsins.
Hjá Landhelgisgæslunni starfar rúmlega 200 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks! Gildi Landhelgisgæslunnar eru: Öryggi - Þjónusta – Fagmennska.
Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á: www.lhg.is.
Öryggis- og umsjónaraðilar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli
Landhelgisgæsla Íslands leitar að traustum og áreiðanlegum einstaklingum til að sinna verkefnum á sviði öryggismála, húsvörslu og stuðningi við erlendan liðsafla á varnarmálasviði Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Um er að ræða vaktavinnu utan dagvinnutíma, þ.e. nætur- og kvöldvaktir. Til greina kemur að ráða í hlutastarf.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Almenn umsjón, húsvarsla, þjónusta og eftirlit með mannvirkjum og flugskýlum á öryggissvæðunum
- Stuðningur við öryggis- og svæðisgæslu
- Móttaka og þjónusta við erlendan liðsafla
- Minniháttar neyðarviðgerðir og viðhaldstilkynningar
- Rekstur og eftirlit þvottastöðvar fyrir flugvélar
- Snjóhreinsun
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmenn
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Reynsla og menntun sem nýtist í starfi, s.s. iðnmenntun
- Reynsla og þekking á eldvörnum
- Reynsla af framkvæmd öryggismála
- Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Aukin ökuréttindi/vinnuvélapróf
- Reglusemi, nákvæmni og snyrtimennska
- Góð enskukunnátta
- Vegna eðlis starfs og starfseminnar er búseta á Suðurnesjum kostur
Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skal starfsfólk uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.
Auglýsing stofnuð23. maí 2023
Umsóknarfrestur12. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Hæfni
Almenn ökuréttindiFrumkvæðiHandlagniMannleg samskiptiMeistarapróf í iðngreinSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSveinsprófVinnuvélaréttindiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Bifvélavirki - Reykjanesbæ
Thrifty bílaleiga Reykjanesbær 19. júní Fullt starf

Smiðir óskast
VHE Hafnarfjörður Fullt starf

Rennismiður
Héðinn hf. Hafnarfjörður 15. júní Fullt starf

Bifvéla og/eða vélvirki - Mechanic
BM Vallá Reykjavík Fullt starf

Viltu vinna úti í sumar? Garðaþjónusta
Grænir Bræður Reykjavík Fullt starf (+3)

Sumarstörf - Verkastörf - Construction work - Bygg hf
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf Fullt starf

Smiðir og handlagnir verkamenn óskast
Bubbi B. ehf Fullt starf (+4)

Fasteignaumsjón í Engidalsskóla og leikskólanum Álfabergi
Hafnarfjarðarbær Hafnarfjörður 16. júní Fullt starf

Bifvélavirki - Car Mechanic
Bílvogur Kópavogur 15. júní Fullt starf

Við leitum að prentsmið / grafískum miðlara
Litlaprent ehf. Kópavogur Fullt starf

Fasteignaumsjón í Lækjarskóla
Hafnarfjarðarbær Hafnarfjörður 15. júní Fullt starf

Húsasmiðir óskast
Rétting og nýsmíði ehf. Kópavogur 30. júní Fullt starf
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.