Öryggis- og húsvörður stjórnsýsluhúsa
Þjónustu- og nýsköpunarsvið leitar að kraftmiklum öryggis- og húsverði til þess að sinna alhliða rekstri á, og eftirliti með, stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar; Ráðhúsi Reykjavíkur, Borgartúni 8-16a, Höfða og Tjarnargötu 12, og næsta umhverfi þeirra. Um er að ræða 50% starfshlutfall og tímabundið starf, til hálfs árs með möguleika á framlengingu.
Sem öryggis- og húsvörður munt þú sinna almennri öryggis- og húsvörslu, þ.m.t. eftirlit með hússtjórnarkerfum, öryggiskerfum, aðgangshurðum o.fl. Eftirlit þarf að hafa með stöðu lýsingar, hitastillinga, raftækjum og loftræstikerfum. Öryggis- og húsverðir eru á útkallslista vegna bruna- og innbrotakerfa og sinna reglulega bakvöktum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Sem öryggis- og húsvörður munt þú ...
- Sinna staðbundinni öryggisgæslu í kringum fundi borgarstjórnar, viðburði, móttökur eða í tengslum við tilfallandi verkefni í eða við stjórnsýsluhús, að beiðni næsta yfirmanns.
- Fylgjast með ástandi og tryggja nauðsynlegt viðhald stjórnsýsluhúsa, lóða þeirra og innganga, húsbúnaðar og lykilinnviða sem og sérstakra muna.
- Opna og loka húsum eins og almenn starfsemi krefst, í tengslum við viðburði, móttökur, nýframkvæmdir og vegna viðhaldsþarfar.
- Aðstoða og þjónusta starfsfólk, kjörna fulltrúa, gesti og gangandi.
- Bera ábyrgð á að húsnæði, lóðir, inngangar og nánasta umhverfi þeirra sé haldið snyrtilegu og öruggu.
- Hafa eftirlit með sorpi og frágangi þess. Tryggja að sorpgeymslum sé haldið snyrtilegum og sótthreinsun á tunnum fyrir lífrænt sorp.
- Flagga vegna móttakna, opinberra hátíðisdaga, annarra fánadaga og viðburða eins og við á.
- Gæta þess að fundarherbergi, salir og önnur aðstaða á ábyrgð rekstrarþjónustu sé ávallt haldið snyrtilegu, tækjabúnaður sé til staðar og í lagi.
- Undirbúa og ganga frá vegna ýmissa funda, viðburða og móttakna. Uppstilling húsgagna, húsmuna og nauðsynlegra aðfanga, auk minniháttar uppsetningu tækjabúnaðar.
- Viðvera og þátttaka í viðburðum, móttökum og formlegum fundum eins og þörf er á. Móttaka gesta eins og þörf krefur.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðnmenntun sem nýtist í starfi eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
- Marktæk reynsla af öryggis og/eða löggæslustörfum mikill kostur.
- Mikil og góð hæfni í mannlegum samskiptum í krefjandi aðstæðum.
- Hæfni til að skynja, skilja og bregðast við í krefjandi aðstæðum.
- Mikil þjónustulipurð og sveigjanleiki.
- Rík skipulagshæfni, sjálfstæð vinnubrögð, lausnamiðað hugarfar og frumkvæði í starfi.
- Reynsla af húsumsjón, fasteignatengdum viðhaldsstörfum og verkefnum þeim tengdum.
- Reynsla og þekking á rekstri öryggis- og hússtjórnarkerfa kostur.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Reynsla af verkbeiðnakerfum kostur.
- Góð íslenskukunnátta skilyrði. Íslenska B2 skv. samevrópska tungumálarammanum.
- Góð enskukunnátta kostur. Enska B1 skv. samevrópska tungumálarammanum.
- Jákvætt viðhorf til jafnréttis og fjölbreytileika.
Fríðindi í starfi
Við bjóðum upp á:
- Fyrsta flokks vinnustað.
- Krefjandi og skemmtileg verkefni.
- Öfluga nýliðamóttöku.
- Sálrænt öryggi og skapandi menningu.
- Góða liðsheild og góð samskipti.
- Samkennd og virðingu.
- Þekkingarumhverfi.
- Fjölbreytta þjálfun og möguleika á þróun í starfi.
- Áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika.
- Jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
- Heilsueflandi vinnustað.
- Gott vinnuumhverfi.
- 30 daga í sumarleyfi.
- 36 stunda vinnuviku.
- Fyrsta flokks vinnuaðstöðu.
- Frábært mötuneyti og ávexti á kaffistofu.
- Heilsu- og samgöngustyrk.
- Sundkort.
- Menningarkort.
Auglýsing birt24. september 2024
Umsóknarfrestur13. október 2024
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar