
Eimskip
Eimskip er alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem sinnir gáma- og frystiflutningum í Norður-Atlantshafi og sérhæfir sig í flutningsmiðlun með áherslu á flutninga á frosinni og kældri vöru. Með siglingakerfi sínu tengir Eimskip saman Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum Ísland. Félagið starfrækir 56 skrifstofur í 20 löndum og hefur á að skipa fjölbreyttum hópi starfsfólks en í heildina starfa um 1.700 manns af 43 þjóðernum hjá félaginu.

Öryggis- og forvarnafulltrúi hjá Eimskip Austurlandi
Eimskip Austurlandi auglýsir eftir þjónustuliprum og drífandi einstaklingi í starf öryggis- og forvarnafulltrúa.
Öryggis- og forvarnafulltrúi ber ábyrgð á forvarnastarfi gegn slysum og tjónum í samvinnu við starfsstöðvar á Austurlandi og öryggis- og tjónadeild. Hann hefur einnig umsjón með greiningum slysa og tjóna og er hluti af fyrsta viðbragði við slysum og öðrum alvarlegum atburðum sem kunna að verða í starfssemi fyrirtækisins.
Starfið heyrir undir svæðisstjóra en megin starfsstöð er Mjóeyrarhöfn. Aðrar starfsstöðvar eru Höfn í Hornafirði, Djúpivogur, Reyðarfjörður, Neskaupstaður og Egilsstaðir.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Utanumhald um skráningu slysa
- Þátttaka í forvarnateymi félagsins
- Fræðsla, ráðgjöf og eftirlit vegna flutninga á hættulegum varningi
- Fræðsla um öryggis- og forvarnamál
- Greining og rannsóknir á frávikum og slysum
- Áhættumat og innri úttektir á starfsstöðvum á Austurlandi
- Náið samstarf við stjórnendateymi á Austurlandi
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við svæðisstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun eða reynsla sem nýtist í starfi
- Þekking eða reynsla af sambærilegum verkefnum er kostur
- Gott vald á ritaðri og talaðri íslensku og ensku
- Frumkvæði, öguð vinnubrögð og greiningarhæfni
- Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund
- Góð almenn tölvukunnátta
Fríðindi í starfi
- Heitur matur í hádeginu, fjölbreytt verkefni og góður starfsandi í samhentu teymi.
- Aðgangur að öflugu starfsmannafélagi sem m.a. rekur frábær orlofshús um allt land
- Heilsu- og hamingjupakki sem inniheldur samgöngustyrk og styrki fyrir líkamsrækt, sálfræðiþjónustu og fleira.
Auglýsing birt20. mars 2025
Umsóknarfrestur15. apríl 2025
Tungumálahæfni

Valkvætt

Valkvætt
Staðsetning
Hraun 4, 731 Reyðarfjörður
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiSjálfstæð vinnubrögðÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Skrifstofustarf
Örugg afritun

Viltu styðja við sölustarfið okkar?
Star-Oddi (Stjörnu-Oddi hf.)

Þjónustufulltrúi - sumar
DHL Express Iceland ehf

Læknamóttökuritari 50% staða
Útlitslækning

Þjónustufulltrúi í heildsölu hjólbarða
Klettur - sala og þjónusta ehf

Öryggisvörður í hlutastarf
Securitas

Starfskraftur afgreiðslu á Höfuðborgarsvæðinu
Frumherji hf

Launafulltrúi
Landspítali

Innkaupafulltrúi
Aðföng

Þjónustufulltrúi á skrifstofu á Djúpavogi
Stjórnsýslu-og fjármálasvið

Móttaka - Receptionist
Hótel Höfn

Staff and Quality Manager - Fjallsárlón
Fjallsárlón ehf.