
Rio Tinto á Íslandi
Rio Tinto á Íslandi – í daglegu tali oft nefnt “ISAL” – hefur framleitt ál í Straumsvík frá árinu 1969 og notar til þess íslenska umhverfisvæna orku.
Við framleiðum um 200 þúsund tonn af hágæðaáli á ári og sendum það til fjölmargra viðskiptavina víðsvegar í Evrópu. Þannig öflum við dýrmætra gjaldeyristekna fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag.
Ál gerir daglegt líf okkar betra; það er meðal annars notað í bíla, flugvélar, byggingar, raftæki á borð við tölvur og síma, og umbúðir utan um matvæli, drykki og lyf. Mikil meirihluti áls er endurunninn sem þýðir að komandi kynslóðir geta notað það aftur og aftur með lítilli fyrirhöfn.
Við erum fjölbreyttur vinnustaður tæplega 400 starfsmanna auk verktaka.
Við kappkostum að vera í fararbroddi í öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum og leggjum einnig mikla áherslu á starfsmenntamál og jafnrétti á vinnustað.
Gildi okkar eru: umhyggja - hugrekki - framsækni

Öflugur vélvirki/vélfræðingur í Straumsvík
Rio Tinto óskar eftir öflugum vélvirkja/vélfræðingi til starfa í spennandi starfsumhverfi Straumsvíkur þar sem tækifæri gefst til að kynnast vélbúnaði af öllum stærðum og gerðum. Unnið er í dagvinnu.
Störfin eru fjölbreytt, krefjast nákvæmni en jafnframt mikillar öryggisvitundar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fyrirbyggjandi viðhald og rekstur á búnaði
- Ástandsskoðun á búnaði, s.s. legumælingar, hitamyndum o.þ.h.
- Almenn viðgerðarvinna og smíði
- Samskipti við framleiðsludeildir
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf í vélvirkjun eða vélfræðimenntun
- Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfileiki til að vinna í hópi
- Góðir samskiptahæfileikar
- Almenn tölvuþekking kostur
- Bílpróf er skilyrði
Fríðindi í starfi
- Heilsustyrkur
- Frítt fæði í mötuneyti
- Áætlunarferðir til og frá vinnu starfsfólki að kostnaðarlausu
- Fæðingarorlofsstyrkur allt að 18 vikur á óskertum launum
- Þátttaka í hlutabréfakaupum
- Öflugt þjálfunar- og fræðslustarf
Auglýsing birt8. janúar 2026
Umsóknarfrestur15. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Straumsvík, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSveinsprófVélvirkjun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Pípulagningamaður óskast
G.Ó. pípulagnir ehf

Þjónusta og viðhald tækjabúnaðar
Fastus

Bílaþjónusta N1 leitar að liðsstyrk
N1

Bifvélavirki / Mechanic
Lotus Car Rental ehf.

Þúsundþjalasmiður / tæknimaður
Gluggar og Garðhús

Vélfræðingur (Service Engineer)
GEA Iceland ehf.

Starfsmaður á vatnsdeild Suðurnesjum
HS Veitur hf

Rennismiður.
Cyltech tjakkalausnir

Suðumaður á leiðiskóflum- Welder
HD Iðn- og tækniþjónusta

Rafvirkjar og vélvirkjar / Electricians and Mechanics
Alcoa Fjarðaál

Vélvirki/Bifvélavirki
Steypustöðin

Starfsmaður í bifreiðaskoðun Höfuðborgarsvæði
Frumherji hf