Eignarekstur ehf
Eignarekstur ehf. er annað stæðsta fyrirtæki landsins í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög fasteigna. Fyrirtækið var stofnað haustið 2015 og býr yfir víðtækri reynslu og þekkingu í rekstri fjöleignarhúsa, bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæðis.
Gildi Eignareksturs eru hagkvæmni, samstaða og traust.
Stefna Eignareksturs er að uppfylla ávallt væntingar og þarfir viðskiptavina með það markmið að veita framúrskarandi og persónulega þjónustu. Við leggjum okkur fram við að setja okkur vel inn í sérhvert verkefni, til að fyrirbyggja misskilning, finna rétta lausn með sem fæstum milliliðum. Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð og góðan starfsanda.
Hjá okkur starfar öflugur hópur 8 einstaklinga með fjölbreyttan bakgrunn og menntun.
Við leggjum mikið upp úr teymavinnu og góðum anda á vinnustaðnum, jákvæðum samskiptum og umhverfi sem öllum líði vel í. Vinnan er bæði krefjandi og skemmtileg og liðsheildin góð, sem skilar sér í árangri og líflegu vinnuumhverfi þar sem áhersla er lögð á samvinnu og fagmennsku.
Eignarekstur leggur áherslu á að skapa starfsfólki tækifæri til að þróast í starfi og takast á við krefjandi verkefni sem efla það og styrkja. Við leggjum okkur fram við að allir njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum og metum allt starfsfólk að verðleikum.
Þjónustufulltrúi
Við hjá Eignarekstri húsfélagaþjónustu óskum eftir að ráða ábyrgan og úrræðagóðan einstakling í fullt starf þjónustufulltrúa í þjónustdeild okkar.
Leitað er að áhugasömum og lífsglöðum liðsfélaga sem vill takast á við skemmtileg og fjölbreytt verkefni sem snúa að hús- og rekstrarfélögum í þjónustu Eignareksturs. Viðkomandi þarf að hafa gaman af mannlegum samskiptum ásamt því að vilja auka getu sína í síbreytilegu og lifandi starfsumhverfi meðal góðra samstarfsfélaga.
Um framtíðarstarf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf fljótlega. Við hvetjum öll kyn til þess að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Upplýsingagjöf og samskipti við viðskiptavini
- Úrlausn fjölbreyttra verkefna fyrir viðskiptavini
- Samskipti við þjónustuaðila og verktaka f.h. viðskiptavina
- Eftirfylgni og utanumhald verkefna
- Skráning á gögnum og skjalavinnsla
- Önnur fjölbreytt dagleg störf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfið
- Góð almenn tölvukunnátta (Excel töflureikni, Word, Outlook, CRM)
- Góð íslenskukunnátta, framsetning á texta og að vinna með tölur
- Lausnamiðuð og skilvirk vinnubrögð
- Áhersla er lögð á þjónustulund og nákvæm vinnubrögð, frumkvæði og eftirfylgni
- Vera lipur í mannlegum samskiptum og geta unnið sjálfstætt, sem og í teymi
- Þekking af húsfélagsstörfum er mikill kostur
- Þekking af viðhaldi fasteigna er mikill kostur
Fríðindi í starfi
- Sveigjanlegur vinnutími
- Fræðslustyrkur
- Öflug skemmtinefnd sem stendur fyrir reglulegum viðburðum
Auglýsing birt30. september 2024
Umsóknarfrestur31. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaMjög góð
EnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Krókháls 5A, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
CRMMannleg samskiptiMicrosoft ExcelMicrosoft OutlookMicrosoft Word
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Söluráðgjafi öryggislausna
Öryggismiðstöðin
Starf í fjárreiðudeild
Samskip
Sölufulltrúi
Happdrætti DAS
Þjónusta í apóteki - Austurver
Apótekarinn
Verkefnastjóri í opinberum innkaupum
Vegagerðin
Accountant & Office Assistant (Part-time)
WiseFish ehf.
Starf á Fjármálasviði
Cargow Thorship
Metnaðarfullur móttökusnillingur
Hreyfing
Birgðarstjóri á rekstrardeild
Vegagerðin
Þjónusta og tollskrárgerð
Cargow Thorship
Verkefnastjóri nemendaskrár
Háskólinn á Bifröst
Lögmaður með málflutningsréttindi
BPO innheimta