Eignarekstur ehf
Eignarekstur ehf
Eignarekstur ehf

Þjónustufulltrúi

Við hjá Eignarekstri húsfélagaþjónustu óskum eftir að ráða ábyrgan og úrræðagóðan einstakling í fullt starf þjónustufulltrúa í þjónustdeild okkar.

Leitað er að áhugasömum og lífsglöðum liðsfélaga sem vill takast á við skemmtileg og fjölbreytt verkefni sem snúa að hús- og rekstrarfélögum í þjónustu Eignareksturs. Viðkomandi þarf að hafa gaman af mannlegum samskiptum ásamt því að vilja auka getu sína í síbreytilegu og lifandi starfsumhverfi meðal góðra samstarfsfélaga.

Um framtíðarstarf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf fljótlega. Við hvetjum öll kyn til þess að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Upplýsingagjöf og samskipti við viðskiptavini
  • Úrlausn fjölbreyttra verkefna fyrir viðskiptavini
  • Samskipti við þjónustuaðila og verktaka f.h. viðskiptavina
  • Eftirfylgni og utanumhald verkefna
  • Skráning á gögnum og skjalavinnsla
  • Önnur fjölbreytt dagleg störf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfið
  • Góð almenn tölvukunnátta (Excel töflureikni, Word, Outlook, CRM)
  • Góð íslenskukunnátta, framsetning á texta og að vinna með tölur
  • Lausnamiðuð og skilvirk vinnubrögð
  • Áhersla er lögð á þjónustulund og nákvæm vinnubrögð, frumkvæði og eftirfylgni
  • Vera lipur í mannlegum samskiptum og geta unnið sjálfstætt, sem og í teymi
  • Þekking af húsfélagsstörfum er mikill kostur
  • Þekking af viðhaldi fasteigna er mikill kostur
Fríðindi í starfi
  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Fræðslustyrkur
  • Öflug skemmtinefnd sem stendur fyrir reglulegum viðburðum
Auglýsing birt30. september 2024
Umsóknarfrestur31. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Krókháls 5A, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.CRMPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Microsoft OutlookPathCreated with Sketch.Microsoft Word
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar