
Íslandsstofa
Íslandsstofa er samstarfsvettvangur atvinnulífsins og stjórnvalda og hefur það hlutverk að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar með þróttmiklu starfi í þágu íslenskra útflutningsgreina.
Með faglegu kynningarstarfi og samræmdum skilaboðum vekjum við áhuga á íslenskum vörum og þjónustu á erlendri grundu og kynnum Ísland sem ákjósanlegan áfangastað erlendra ferðamanna og vænlegum kosti fyrir beina erlenda fjárfestingu.
Með fræðslu og ráðgjöf eflum við samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og búum þau undir sókn á erlenda markaði. Í samstarfi við miðstöðvar skapandi greina vekjum við athygli á íslenskri menningu og listum og styðjum við kynningu á þeim erlendis

Öflugur greinandi
Íslandsstofa leitar að öflugum sérfræðingi með brennandi áhuga á hagtölum og útflutningi, árangursmælikvörðum, greiningum og miðlun tölulegra upplýsinga.
Starfið heyrir undir svið reksturs og viðskiptaþróunar hjá Íslandsstofu. Starfið felur meðal annars í sér greiningu, úrvinnslu og framsetningu tölulegra upplýsinga ásamt þróun og framsetningu árangursmælikvarða á sviðum sem tengjast starfsemi Íslandsstofu og útflutningsstefnu Íslands.
Helstu verkefni og ábyrgð
Greining, úrvinnsla og framsetning upplýsinga á sviði útflutningstölfræði, erlendra fjárfestinga, ferðaþjónustu og öðrum sviðum sem tengjast starfsemi Íslandstofu.
Skilgreining og framsetning árangursmælikvarða sem styðja við starfsemi Íslandsstofu og útflutningsstefnu atvinnulífs og stjórnvalda.
Samskipti og samvinna við hagaðila varðandi tölfræðigreiningar og framsetningu upplýsinga á sviðum sem tengjast starfsemi Íslandsstofu.
Umsjón með gagnabönkum sem Íslandsstofa hefur aðgang að og notkun þeirra.
Menntunar- og hæfniskröfur
Haldgóð reynsla af greiningum, vinnslu tölfræðiupplýsinga og mótun árangursmælikvarða.
Menntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði tölfræði, verkfræði, tölvunarfræði eða hagfræði.
Hæfni til að setja greiningar fram með skýrum og áhugaverðum hætti í skýrslum, á vef og í kynningum.
Hæfni til að koma fram og kynna niðurstöður greininga á íslensku og ensku.
Framúrskarandi ensku- og íslenskukunnátta skilyrði, kunnátta í norðurlandamáli er kostur.
Frumkvæði, metnaður, færni í að starfa í hóp og góð samskiptahæfni.
Brennandi áhugi á íslensku viðskiptalífi og starfssviði Íslandsstofu.
Starfstegund
Staðsetning
Bjargargata 1, 102 Reykjavík
Tungumálakunnátta


Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Vélahönnuður
Össur
Associate Tools Programmer
CCP Games
Senior Financial Analyst
Össur
Interior Engineer - Technical Engineering
Icelandair
Viltu verða verkefnastjóri í fagteymi verkefnastjórnunar?
EFLA hf
Hefur þú áhuga á að bæta viðhald bygginga?
EFLA hf
Sérfræðingur í fjárhagsdeild
Íslandsbanki
Sérfræðingur á sviði tölfræði/Statistical research scientist
Íslensk erfðagreining
Skipulagsfulltrúi í Sveitarfélaginu Ölfusi
Sveitarfélagið Ölfus
Solution Specialist
Exmon
Verkefnastjóri skipulagsmála
Akureyri
Gæðafulltrúi
Fagkaup ehfMá bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.