Edico
Edico
Markmið Edico er að bjóða upp á breitt úrval af afgreiðslulausnum og fyrirtaks þjónustu. Hvort sem þitt fyrirtæki er banki, verslun, stofnun, pósthús, verkstæði, vöruhús eða apótek, þá viljum við geta útvegað þann tæknibúnað sem þitt fyrirtæki þarf til að geta afgreitt ykkar viðskiptavini. Hvort sem lausnin er stöðluð eða sértæk, þá aðstoðar Edico þitt fyrirtæki við ráðgjöf, innleiðingu og alla þjónustu sem þarf til að tryggja að fjárfestingin skili sér.
Edico

Öflugur forritari

Við erum að leita að öflugum aðila til að sinna forritun og þjónustu á lausnum Edico sem eru handtölvulausnir og afgreiðslulausnir. Reynsla í faginu er mikill kostur. Viðkomandi þarf að geta átt í góðum samskiptum við fólk og geta unnið sjálfstætt í fjölbreyttum verkefnum. Kostur ef viðkomandi hefur reynslu af viðmótshönnun.

Við erum með góða starfsaðstöðu og reynslumikla starfsmenn. Edico leggur mikla áherslu á að hafa ánægju af starfinu og að einstaklingar geti vaxið í starfi með möguleika á frekari menntun. Þó fæstir þekki til Edico þá þekkja flestir landsmenn til þeirra lausna sem við útvegum, enda eru þær notaðar hjá helstu fyrirtækjum landsins. Edico er metnaðarfullt fyrirtæki sem sérhæfir sig í afgreiðslu- og þjónustulausnum sem eru oft séraðlagaðar að þörfum hvers viðskiptavinar. Það er gefandi að geta hjálpað viðskiptavinum okkar þannig að það beri sýnilegan árangur.

Helstu verkefni og ábyrgð
Forritun á Edico hugbúnaðarlausnum (Edico Handheld og Edico Visit)
Þarfagreining og ráðgjöf
Innleiðing á sérlausnum fyrir viðskiptavini
Bilanagreining og lagfæringar hjá viðskiptavinum
Verkefnastýra eigin innleiðingarverkefnum
Samskipti við viðskiptavini
Samskipti við erlenda birgja
Kynna sér nýjungar og vinna að vöruþróun
Almenn þjónusta á lausnum Edico hjá viðskiptavinum
Menntunar- og hæfniskröfur
Góð kunnátta og reynsla á helstu forritunarmálum (C#, JavaScript o.fl.)
Góð kunnátta og reynsla af gagnagrunnum og SQL
Góð þekking á hvernig netkerfi virka
Góð samskiptahæfni og þjónustulund
Eiga auðvelt með að vinna sjálfstætt
Eiga auðvelt með að tileinka sér nýjungar
Frumkvæði og metnaður
Góð enskukunnátta
Auglýsing stofnuð31. mars 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Höfðabakki 3, 110 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Innleiðing ferlaPathCreated with Sketch.JavaScriptPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SQLPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.