Öflugur bílstjóri óskast í sendibílavinnu
Við erum lítil og nett sendibílaþjónusta með 4-5 sendibíla/trukka og góð föst verkefni fyrir hádegi. ca 5:30-11:30. Eftir hádegi er unnið gegnum sendibílastöð ásamt því að þjónusta smærri fastakúnna.
Leitað er að þokkalega fit, kurteisum, varkárum og (morgun)hressum bílstjóra. Viðkomandi þarf að geta unnið eftir vaktafyrirkomulagi þ.e.a.s. aðra hvora helgi. Frídagar í miðri viku koma á móti.
Erum með bæði minni body bíla/snattara og litla og (meðal)stóra kassabíla og menn þurfa að treysta sér til að keyra hvoru tveggja og flakka stundum milli bíla.
Meiraprófið er æskilegt. (C-réttindi, vörubíll) Til greina kemur þó að ráða mann með venjulegt bílpróf ef reynsla úr umferðinni af akstri er til staðar og hausinn á viðkomandi er í lagi ;-). Eins er kostur ef menn hafa einhverja reynslu af akstri í atvinnuskyni.
Laun eru held ég alveg þokkaleg. Greitt er verktakagjald og fasta vinnan er að borga einhversstaðar rétt norðan við 5.000.- kallinn á tímann . Venja og hefð er fyrir því að greiða fyrir þessa vinnu í verktakaformi en mögulegt er að umbreyta yfir í launaseðil ef menn vilja það frekar. Launin heilt yfir reiknast þannig að menn eru að fá akkúrat helming af því sem þeir taka inn á bílana. Einfalt og gott. Því myndi ég segja að þessi vinna henti vel duglegum og sjálfstætt hugsandi mönnum sem skilja og kunna að meta að þeir fá greitt í samræmi við vinnuframlag.
Vinnan gegnum sendibílastöðina er mjög fjölbreytt. Allt frá smærri pökkum og stökum brettum sem þurfa að komast frá a til b (t.d. húsgögn, heimilistæki, sorp o.fl.) yfir í stærri flutninga og einstaka búslóðir. Menn þurfa því eins og ég segi að vera þokkalega fit og góðir til heilsunnar.
Viðkomandi myndi fá góða þjálfun og vera með mér í bíl a.m.k. fyrstu dagana.
Alltaf er frí aðra hvora helgi.
Ég er nokkuð sveigjanlegur varðandi frítöku en vil þó helst finna menn sem geta haldið sig nokkuð vel við vaktaplan og ég fer fram á að menn biðji um frí með góðum fyrirvara..
- Dreifing fyrir hádegi og tilfallandi flutningar e.hádegi. Einnig umhyrða og regluleg þrif á bílum. Varkárni, yfirvegun og hæfni í að fara vel með ökutækin eru stórt atriði ásamt kurteisi og hæfni í mannlegum samskiptum. Æskilegur aldur ca 23-57 ára. Annað slagið eru burðarverkefni hluti af vinnudeginum. Því þarf viðkomandi að vera hraustur og þokkalegur til heilsunnar. Ekki að það sé endilega stór hluti af heildarmyndinni en það má reikna með því sem hluti af pakkanum að geta tekið aðeins á því.
- Umsækjendur þurfa að vera hraustir, þjónustulundaðir og íslenskumælandi með hreint sakavottorð. Auk þess að hafa bílpróf :)
- Mjög góð kaffiaðstaða og fínn félagskapur.