Ný og spennandi staða flæðisstjóra skurðlækningaþjónustu
Skurðlækningaþjónustan í Fossvogi sækist eftir öflugum einstaklingi með faglega hæfni og reynslu af hjúkrun til að stýra flæði skurðsjúklinga í Fossvogi. Flæðisstjóri mun sinna daglegu flæði innan sérgreinarinnar, bæði bráða- og valaðgerðum til að tryggja og stuðla að bættu flæði sjúklinga.
Um er að ræða nýja stöðu innan skurðlækningaþjónustunnar og felur starfið í sér mikla teymisvinnu og er unnið í nánu samstarfi við deildarstjóra legudeilda í Fossvogi, forstöðufólk, sérfræðilækna, sérnámslækna á sérgreinum skurðlækninga og innlagnastjóra. Flæðisstjóri mun heyra undir deildarstjóra á dagdeild skurðlækninga í Fossvogi og vera með aðsetur þar.
Mikil gæða- og umbótavinna er innan þjónustunnar og er starf flæðisstjóra að tryggja skilvirkt flæði og að sjúklingar fái rétta þjónustu, á réttum stað og á réttum tíma.
Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun.
Starfshlutfall er 100% og er ráðið í starfið sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.