NPA aðstoðarfólk óskast á Akureyri

NPA miðstöðin Hátún 12, 105 Reykjavík


Er að leita að aðstoðarfólki til að vinna hjá mér og aðstoða mig við flestar athafnir daglegs lífs. Ég bý á Akureyri og mun stunda nám við MA í vetur. Bæði fullt starf og hlutastarf kemur til greina. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf 28. ágúst. Vinnutími 16-08 sunnudaga til föstudaga.

Um vaktavinnu er að ræða og laun eru samkvæmt sérkjarasamningi NPA miðstöðvarinnar. Starfið hentar með öðrum verkefnum eins og háskólanámi. Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri. Reynsla af starfi með fötluðu fólki ekki nauðsynleg. Umsækjendur skulu vera líkamlega hraustir, reyklausir, með bílpróf og hreint sakavottorð. Nauðsynlegt er að eiga auðvelt með að taka leiðsögn og draga sig í hlé. Traust virðing, jákvæðni og stundvísi eru mikilvægir kostir í starfinu.

Hægt er að kynna sér hugmyndafræði NPA á vef NPA miðstöðvarinnar www.npa.is. Fyrirspurnir um starfið, umsóknum ásamt ferilskrá og upplýsingum um tvo meðmælendur skal senda á netfangið í "Hvar sæki ég um?"

Umsóknarfrestur er til 22.ágúst n.k.

Umsóknarfrestur:

22.08.2019

Auglýsing stofnuð:

01.08.2019

Staðsetning:

Hátún 12, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi