Aðstoðarfólk óskast

NPA Aðstoð Lækjargata 32, 220 Hafnarfjörður


Embla heiti ég og leita eftir nýju fólki til starfa sem NPA aðstoðarfólk. Ég bý í Hafnarfirði ásamt sambýliskonu minni og tveim mislyndum kisum. Ég er félagsfræðingur að mennt en titla mig sem femíniskan fötlunaraktivista. Ég starfa sjálfstætt, til dæmis við kennslu og fyrirlestra, og er ein af talskonum og stofnendum Tabú, femíniskrar fötlunarhreyfingar. Til þess að geta gert þetta allt þarfnast ég notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) vegna hreyfihömlunar minnar. 

Starfið er fjölbreytt því engir tveir dagar í mínu lífi eru nákvælega eins. Ég þarf aðstoð við flestar athafnir daglegs lífs, m.a. við klæðnað, heimilshald, atvinnu, samfélagsþátttöku o.fl. Auk þess ferðast ég töluvert og fylgir aðstoðarfólk mér í þeim ferðum, innan lands sem utan.

Ég leita eftir aðstoðarfólki á aldrinum 20-45 ára sem er sjálfstætt, jákvætt, ábyrgt og getur verið sveigjanlegt. Mikilvægt er að umsækjandi sé reyklaus, með bílpróf og hafi góða færni í mannlegum samskiptum. Ekki er gerð krafa um starfsreynslu af vinnu með fötluðu fólki en mikilvægt er að umsækjandi tali ensku að fullu ef íslenskukunnátta er ekki fyrir hendi. Um er að ræða möguleika á bæði fullu starfi eða hlutastarfi í vaktavinnu. Umsækjandi þarf að geta hafið störf í lok ágúst/byrjun september.

Sé frekari upplýsinga óskað, sendið fyrirspurn á embla@tabu.is. Umsókn ásamt almennri ferilskrá og upplýsingum um meðmælendur skal senda á netfangið embla@tabu.is. Umsóknarfrestur er til og með 12. ágúst 2019.

Auglýsing stofnuð:

06.08.2019

Staðsetning:

Lækjargata 32, 220 Hafnarfjörður

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi