
NPA aðstoðarkona óskast
Ég heiti Áslaug og er 27 ára fötluð kona sem bý í Reykjavík. Ég leita að aðstoðarkonu í fullt starf, en starfið byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf.
Hlutverk aðstoðarkonu er að aðstoða mig við athafnir daglegs lífs. Ég er með samþ. sjón- og heyrnarskerðingu og hreyfihömlun svo aðstoðarkonan þarf að aðstoða mig með það sem ég get ekki gert sjálf, auk þess að vera augu mín og eyru. Ekki er gerð krafa um fyrri reynslu af svipuðu starfi né menntun. Hins vegar þarf umsækjandi að vera með ökuréttindi, vera samviskusöm og áhugasöm. Þá er kostur ef ui-umsækjandi er fær í samskiptum, jákvæð og úrræðagóð.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf í október, en um er að ræða vaktavinnu þar sem kjör eru skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar, Eflingar og NPA Miðstöðvar.
Athugið að vinnustaður er einkaheimili mitt. NPA Miðstöðin er umsýsluaðili minn en aðstoðarkonan vinnur þó fyrir mig.











