NPA miðstöðin
NPA miðstöðin
NPA miðstöðin

NPA aðstoðarfólk óskast

Proficiency in Icelandic is a necessary requirement

38 ára hreyfihamlaður einstaklingur óskar eftir starfsmanni í vinnu sem NPA aðstoðarmaður.

Starfið felst í aðstoð við daglegar athafnir og heimilishald eins og að versla inn, matseld, að ganga frá þvotti, dýrahald o.s.frv. Tvö börn eru á heimilinu aðra hverja helgi og tveir kettir búa einnig á heimilinu svo starfið hentar ekki fólki með kattaofnæmi.

Ég hef mikinn áhuga á íþróttum og tónlist, fer í pílu tvisvar í viku og hef áhuga á að fara á viðburði tengd tónlist og íþróttum. Einnig hef ég mikinn áhuga á ferðalögum og ferðast reglulega út á land að heimsækja fjölskyldu mína.

Umsækjandi þarf að vera á aldursbilinu 30-50 ára. Starfshlutfall er 65% á 12 tíma vöktum.

Aðstoðarmanneskjan þarf að vera líkamlega hraust, getað eldað og getað verið sveigjanleg í starfi.

Skilyrði er að umsækjandi sé með bílpróf og hreint sakavottorð. Einnig er gott hald á íslensku mikilvægt. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Laun eru skv. sérkjarasamningi NPA miðstöðvarinnar við Eflingu.

Auglýsing birt29. október 2024
Umsóknarfrestur10. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Líkamlegt hreystiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Microsoft WordPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar