NPA aðstoðarfólk óskast
Proficiency in Icelandic is a necessary requirement
38 ára hreyfihamlaður einstaklingur óskar eftir starfsmanni í vinnu sem NPA aðstoðarmaður.
Starfið felst í aðstoð við daglegar athafnir og heimilishald eins og að versla inn, matseld, að ganga frá þvotti, dýrahald o.s.frv. Tvö börn eru á heimilinu aðra hverja helgi og tveir kettir búa einnig á heimilinu svo starfið hentar ekki fólki með kattaofnæmi.
Ég hef mikinn áhuga á íþróttum og tónlist, fer í pílu tvisvar í viku og hef áhuga á að fara á viðburði tengd tónlist og íþróttum. Einnig hef ég mikinn áhuga á ferðalögum og ferðast reglulega út á land að heimsækja fjölskyldu mína.
Umsækjandi þarf að vera á aldursbilinu 30-50 ára. Starfshlutfall er 65% á 12 tíma vöktum.
Aðstoðarmanneskjan þarf að vera líkamlega hraust, getað eldað og getað verið sveigjanleg í starfi.
Skilyrði er að umsækjandi sé með bílpróf og hreint sakavottorð. Einnig er gott hald á íslensku mikilvægt. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Laun eru skv. sérkjarasamningi NPA miðstöðvarinnar við Eflingu.