Markaðssnillingur Nova!

Nova Lágmúli 9, 108 Reykjavík


Viltu vera memm?

Við leitum að framúrskarandi skemmtilegum liðsfélaga til að stíga dansinn með okkur í markaðs- og vefdeild Nova. Um er að ræða fullt starf sem verkefnastjóri í markaðsdeild Nova, sannkallað draumastarf fyrir þá sem vilja umgangast glás af lífsglöðu hæfileikafólki og hafa nóg að gera. Lífsgleði, metnaður og keppnisskap eru eiginleikar sem skipta höfuðmáli.

Best er ef þú getur hafið störf sem fyrst. Nova er skemmtilegur og sveigjanlegur vinnustaður, þar sem mikið er lagt upp úr sjálfstæðum vinnubrögðum, góðum starfsanda og liðsheild.

Ef þú ert...

  • Orðheppinn, hnyttinn og snjall íslenskusnillingur með haldbæra reynslu af textagerð.
  • Með reynslu af markaðs- og eða auglýsingastörfum.
  • Útsjónarsamt samfélagsmiðlagúrú með reynslu af stafrænni markaðssetningu.
  • Með brennandi áhuga á ímyndar- og markaðsmálum.
  • Skapandi og lausnamiðaður liðsfélagi sem keyrir hlutina áfram og fylgir þeim eftir alla leið.
  • „Ekki málið“ týpan sem reddar og græjar.
  • Liðsmaður í húð og hár.
  • Rétti aðilinn til að standa vörð um ásýnd Nova í verslunum og á viðburðum á vegum Nova.
  • Með háskólapróf eða sambærilega menntun.

Þá viljum við heyra frá þér!

Allar frekari upplýsingar um starfið veitir Karen Ósk, markaðsstjóri Nova, hjá kareng@nova.is.


Umsóknarfrestur er til og með 1.ágúst.

Umsóknarfrestur:

01.08.2019

Auglýsing stofnuð:

11.07.2019

Staðsetning:

Lágmúli 9, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi